fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Skólastjórnendur fréttu fyrst af óhugnanlegri árás á 13 ára dreng í fjölmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 14:00

Álftamýrarskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi barna og unglinga undanfarið. Meðal frétta sem vakið hafa athygli er frásögn af óhugnanlegri hópárás sem 13 ára drengur varð fyrir miðvikudaginn 19. apríl. Hópur 13 til 16 ára unglinga réðst á hann með höggum og spörkum og var hann meðal annars nefbrotinn.

Gögn af samfélagsmiðlum sýna að árásin var undirbúin með hópmyndun. Lögreglan rannsakar málið og tekur það mjög alvarlega, samkvæmt heimildum. Heimildarmaður DV segir kjarna árásarmanna vera nemendur við Álftamýrarskóla og að árásin sé hluti af langvarandi eineltisvandamálum við skólann.  Drengurinn sem varð fyrir árásinni er fyrrverandi nemandi við skólann en þurfti að hætta námi þar vegna eineltis, sem að sögn aðstandenda var ekki brugðist við af hálfu skólans.

Sjá einnig: Óhugnanleg árás nemenda við Álftamýrarskóla á 13 ára dreng – Nefbrotnaði og fékk höfuðhögg

Þessu er skólastjóri Álftamýrarskóla, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, ekki sammála. Í svari hennar við fyrirspurn DV um málið segir:

„Skólastjórnendur heyrðu fyrst af árásinni í fjölmiðlum í gær og hafa kynnt sér málið í framhaldinu. Samkvæmt okkar vitneskju varð árásin utan skólatíma og ekki á lóð skólans. Eftir því sem við komust næst voru þeir sem stóðu að árásinni ekki nemendur við skólann. Skólinn getur ekki tjáð sig nánar um þetta einstaka mál eða málefni einstakra barna.“

Hanna segir ennfremur:

„Árásir sem þessi og einelti almennt er alltaf litið alvarlegum augum. Í 400 barna skóla geta komið upp ýmis samskiptavandamál sem þarf að bregðast við. Álftamýrarskóli vinnur eftir verklagi Reykjavíkurborgar í samræmi við hvert tilvik eins og segir í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum segir: „Allir skólar skulu hafa heildstæða stefnu fyrir skólann til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Í gær

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“