fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Vill láta rannsaka mál Filippa og Emilie Meng saman – Ekki útilokað að hinn handtekni hafi átt sér samverkamann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 06:45

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur beint við að rannsaka hvort tengsl séu á milli brottnámsins og morðsins á Emilie Meng árið 2016 og brottnámsins og kynferðisofbeldisins sem hin 13 ára Filippa var beitt um helgina.

Þetta sagði MaiBrit Storm Thygesen, lögmaður móður Emilie Meng, í samtali við TV2 í gær eftir að 32 ára karlmaður, sem er grunaður um að hafa numið Filippa á brott og að hafa nauðgað henni ítrekað, var úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Thygesen benti á að fáar ungar stúlkur hverfi í Danmörku og því sé að sjálfsögðu næstum útilokað að telja ekki vera tengsl á milli máls helgarinnar og máls Emilie. Hún sagði að helstu rökin fyrir þessu séu að bæði málin hafi átt sér stað á sama svæðinu.

Emilie Meng hvarf í júlí 2016 í Korsør. Lík hennar fannst á aðfangadag sama ár í vatni við Borup. Morðingi hennar hefur ekki náðst.

Filippa hvarf á laugardaginn eftir að hún lauk blaðburði í Kirkerup sem er í um 25 km fjarlægð frá Korsør.

Lögreglan fann hana á lífi skömmu fyrir klukkan 15 á sunnudaginn í húsi í einbýlishúsahverfi í Svenstrup. 32 ára karlmaður var handtekinn á vettvangi og það var hann sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.

Þegar gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar var tekin fyrir dóm kom fram að lögreglan telur manninn hafa svipt Filippa frelsi og að hafa nauðgað henni ítrekað.

Einnig kom fram að ekki sé hægt að útiloka að maðurinn hafi átt sér samverkamann sem gangi enn laus.

Susanne Bluhm, saksóknari, sagði eftir þinghaldið að það sé eðlilegt að lögreglan skoði önnur óupplýst mál í tengslum við rannsóknina á þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“