fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Sérkennilegt mál fyrir dómi: Var látin undirrita handskrifað skuldaskjal – Nuddaði stundum leigusalann og svaf í ferðarúmi í stofunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. apríl 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona stefndi annarri konu til greiðslu 300 þúsund króna skuldar. Var þar byggt á handskrifuðu skuldaviðurkenningarskjali sem stefnda konan hafði undirritað. Sú stefnda hafnaði kröfunni og sagðist hafa undirritað skuldaviðurkenninguna undir þrýstingi og hótunum um að sú sem stefndi henni myndi að öðrum kosti stuðla að því að henni yrði vísað úr landi.

Dómur var kveðinn upp í þessu máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. apríl síðastliðinn. Í texta dómsins segir:

„Málið varðar ágreining aðila um meinta skuld stefndu við stefnanda, byggða á skjali sem er handskrifað á ensku og er dagsett 3. apríl 2019 („04/03/19“). Deilt er um hvort skjalið sé skuldbindandi fyrir stefndu gagnvart stefnanda, einkum hvað það varðar hvort stefnda hafi af fúsum og frjálsum vilja undirgengist þá skuldbindingu sem efni skjalsins ber með sér og hvort hún hafi í reynd staðið í skuld við stefnanda þegar skjalið var útbúið. Skjalið hefur að geyma yfirlýsingu stefndu þess efnis að hún hafi lofað að greiða húsaleigu fyrir sex mánuði meðan á dvöl stæði. Þá kveðst hún þar lofa að greiða 50.000 krónur á mánuði eða alls 300.000 krónur innan sex mánaða. Tilgreint er tímabilið apríl–september. Skjalið hefur að geyma undirritun stefndu auk undirritana tveggja vitundarvotta, þeirra C, sonar stefnanda, og D. þinghaldinu var leitt í ljós sérkennilegt viðskiptasamband kvennanna.“

Í þinghaldinu var leitt í ljós sérkennilegt viðskiptasamband kvennanna. Sú stefnda bjó á heimili hinnar í um átta mánuði. Hún var ekki í sérherbergi en svaf í ferðarúmi í stofunni. Stefnandinn var einhvers konar umboðsmaður konunnar gagnvart Útlendingastofnun. „Meðal annars er deilt um hvort stefndu hafi borið að borga stefnanda húsaleigu eða hvort heimilisstörf stefndu hafi falið í sér endurgjald fyrir dvöl stefndu á heimili stefnanda. Fyrir liggur að stefnda sinnti heimilisstörfum í húsnæðinu og einnig verkefnum tengdum atvinnustarfsemi stefnanda. Þau verkefni sneru m.a. að […] sem stefnandi bauð upp á gegn gjaldi og […] sem stefnandi seldi.“

Dómurinn leiðir í ljós að konan sem stefnt er hafi  unnið ýmis viðvik fyrir konuna sem stefnir henni og nuddaði hana meðal annars. Einnig kom fram að hún var á tímabili mjög hrædd við konuna. Hún segir hana hafa þvingað sig til að skrifa skjalið og undirrita það.

Það var niðurstaða dómsins að konan hefði með ólögmætum hætti verið neydd til að gera þetta samkomulag sem væri þar með ógilt samkvæmt samningalögum. „Að mati dómsins er ljóst að sú háttsemi stefnanda að vekja með stefndu ótta um brottvísun úr landi, í því skyni að fá hana til að viðurkenna skuld við stefnanda, var ólögmæt í skilningi 29. gr. samningalaga enda stóð brottvísun úr landi augljóslega ekki í neinum efnislegum og lögmætum tengslum við það réttarsamband aðila sem hin meinta skuld grundvallaðist á,“ segir í niðurstöðukafla dómsins.

Telur dómurinn ósannað að konan hafi í raun staðið í skuld við konuna sem stefnir henni. Var hún því sýknuð af kröfum stefndanda sem auk þess þarf að greiða 1,8 milljónir króna í málskostnað.

Sjá dóm héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar