fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kínverjar kaupa jarðir nærri bandarískum herstöðvum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2023 08:00

Aðalhlið herflugvallarins. Mynd:Visit Grand Forks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið iðin við að kaupa jarðir nærri bandarískum herstöðvum. Nú hafa bandarísk stjórnvöld bannað þetta og munu ekki heimila Kínverjum að kaupa fleiri jarðir. Ekki er nema eitt ár síðan umræða um þetta hófst í Bandaríkjunum.

Í bænum Grand Forks í Norður-Dakóta voru íbúarnir ánægðir með að fá ný störf í bæinn en byggja átti stóra kornmyllu á 122.000 hektara jörð sem kínversk fyrirtæki hafði keypt nærri Grand Forks herflugvellinum. En skyndilega byrjuðu dularfullar upplýsingar að koma fram um kaup Kínverjanna.

Þessar upplýsingar þóttu svo dularfullar að bæjarstjórinn greip í neyðarhemilinn og allar áætlanir Kínverjanna voru settar á ís.

Jörðin er aðeins 20 km frá herflugvellinum sem er einn mikilvægasti herflugvöllur Bandaríkjanna. Á tímum kalda stríðsins átti að skjóta kjarnorkusprengjum þaðan ef Sovétríkin gerðu árás. Núna er herstöðin notuð til að senda Global Hawk dróna á loft og frá herstöðinni sinnir herinn samskiptum við gervihnetti sína.

Kínverska fyrirtækið, sem heitir Fufeng Group, hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu í málinu að sögn Jótlandspóstsins. Það er með höfuðstöðvar í Shandong og er þekkt fyrir að framleiða efni sem eru notuð í dýrafóður. Rekstrarstjóri fyrirtækisins, Eric Chutorash sagði í samtali við CBS News að hann geti ekki ímyndað sér að nokkur starfsmaður fyrirtækisins muni stunda njósnir.

En flugherinn telur að með því að staðsetja sig þarna geti Kínverjar hlerað samskipti herstöðvarinnar og komið þeim upplýsingum áfram til Kína.

Útlendingar eiga um 3% af öllum landbúnaðarjörðum í Bandaríkjunum og af þeim eiga Kínverjar tæplega 1% af þeim jörðum sem eru í höndum útlendinga. Þetta eru tölur frá 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin