fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Árni var rukkaður um 176 þúsund krónur á Bæjarins bestu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árna Helgasyni, lögmanni og hlaðvarpsstjórnanda, brá heldur betur í brún í morgun þegar hann fékk ekki heimild á kort sitt fyrir appelsínusafa sem hann hugðist kaupa fyrir son sinn.

Árni segir frá þessu á Twitter:

„Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu,“ segir Árni.

Allt á sér þetta þó eðlilegar skýringar og er Árni langt því frá sá eini sem hefur lent í þessu að undanförnu.

Málið á rætur sínar að rekja til villu sem kom upp eftir að staðlabreytingar voru gerðar á íslensku krónunni í greiðslukerfum um helgina. Voru aukastafir við íslensku krónuna felldir á brott.

DV þekkir dæmi þess að kona sem keypti matvöru í Bónus fyrir 9.040 krónur hafi lent í því að heimild var sótt á kortið fyrir 904 þúsund krónum. Þá hefur fólk á Twitter bent á sambærileg dæmi. Þannig var einn rukkaður um 1.399.600 krónur í Byko og annar um 506.800 krónur í Blómaval.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar