fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Edda í felum með synina og ekki hefur tekist að fullnusta aðfarargerðina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. apríl 2023 13:45

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hefur yfirvöldum ekki tekist undanfarna daga að ná í Eddu Björk Arnardóttur né syni hennar þrjá sem flytja á til Noregs til föður þeirra sem hefur forræði yfir þeim.

Edda Björk nam syni sína brott frá Noregi fyrir um ári síðan og flutti þá til Íslands í einkaflugvél. Segir hún að velferð þeirra sé ógnað í Noregi. Bæði héraðsdómur og Landsréttur hafa úrskurðað að synirnir skuli teknir úr umsjá hennar og afhentir föðurnum í Noregi sem fer með forræði þeirra. Hæstiréttur hefur síðan hafnað málskotsbeiðni Eddu í málinu. Til stóð að taka drengina úr umsjá Eddu fyrir páska og flytja þá til Noregs. Það hefur ekki tekist.

Í viðtali við mbl.is í mars sagði Edda að þessi ákvörðun væri þvert á vilja drengjanna sjálfra og þeim líði vel á Íslandi. Samkvæmt norskum dómsúrskurði skal faðir drengjanna fara með forsjá þeirra einn og hafa þeir lögheimili hjá honum. Edda hefur umgengnisrétt við þá upp á samtals 16 klukkustundir á ári. Edda hefur lýst því yfir að hún ætli með málið alla leið í Mannréttindadómstól Evrópu, gerist þess þörf.

Sjá einnig: Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Samkvæmt heimildum DV tók Edda drengina úr skóla fyrir páska. Ekki hefur tekist að ná í hana til að fullnusta aðfarargerðina. Ekki er vitað hvar Edda og synirnir halda sig. DV náði sambandi við Eddu sem vildi ekki tjá sig um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða