fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Óhagstæður samanburður við Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2023 09:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á hverja þúsund landsmenn fækkað. Á síðasta ári voru 1,8 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en 2007 voru þeir 2,2.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Á árunum 2012 og 2013 voru um tíu lögreglumenn til staðar fyrir hverja tíu þúsund ferðamenn en 2017 og 2018 var hlutfallið komið niður í tæplega þrjá lögreglumenn.

Ef fjöldi lögreglumanna er borinn saman við evrópskt meðaltal er munurinn mikill að sögn Morgunblaðsins sem segir að samkvæmt tölum Eurostat frá 2020 hafi meðaltalið í Evrópu þá verið 333,4 lögreglumenn á hverja hundrað þúsund íbúa. Hér á landi er hlutfallið 176 lögreglumenn á hverja hundrað þúsund íbúa.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks