fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ekki talið líklegt að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti að svo stöddu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. mars 2023 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður lést í morgun eftir að hafa fundist meðvitundarlítill í íbúð á Grundarstíg í Þingholtunum. Greindi lögregla frá því að tveir hafi verið handteknir vegna málsins.

Vísir greinir nú frá því, með vísan í samtal við Grím Grímsson yfirlögregluþjón, að ekki sé að svo stöddu talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Málið muni þó skýrast betur í dag.

Grímur sagði í samtali við mbl.is að „það virðist vera ólíklegt að þetta andlát sé af mannavöldum“. Enn eigi þó eftir að yfirheyra fleiri.

Ævar Pálmi Pálmason hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu RÚV að minni líkur en meiri séu á því að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögregla hóf endurlífgun strax á vettvangi en báru þær tilraunir ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Mennirnir tveir, sem voru handteknir í íbúðinni, voru fluttir í fangageymslu. Sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið að hann búist síður við því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum.

Hefur lögregla ekki svarað því til hvort áverar hafi verið á manninum sem lést en mun rannsókn málsins vera í fullum gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“