fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ummæli talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins vekja athygli – Segir valdabaráttu eiga sér stað í Kreml

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. mars 2023 07:00

Kreml.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, lét nýlega ummæli falla sem hafa vakið mikla athygli. Hún sagði að valdabarátta eigi sér stað í innsta hring valdamanna í Kreml.

Zakharova hefur alltaf verið Vladímir Pútín trú sem og hinni opinberu sögu Pútíns og rússneskra stjórnvalda um stríðið í Úkraínu. Af þessum sökum hafa ummæli hennar vakið mikla athygli og þau fóru ekki framhjá bandarísku hugveitunni The Institute for the Study of War (ISW)

Segir ISW að Zakharova hafi látið þessi ummæli falla þegar rússneskir blaðamenn, háskólafólk og stuðningsfólk „Novorossiya“ (Nýja-Rússland) fundaði. „Novorossiya“ gengur út á að Rússar leggi undir sig nágrannaríki og myndi stærra ríki.

Auk þess að segja frá valdabaráttu í Kreml sagði Zakharova að Kremlverjar hafi misst stjórn á fréttaflutningi í Rússlandi og að Pútín virðist ekki geta kippt því í lag.

ISW segir að ummæli hennar séu mjög athyglisverð og styðji margar af greiningum ISW um ástandið í Kreml. ISW segir einnig að óljóst sé af hverju Zakharova, sem sé reynd og háttsettur embættismaður, hafi viðurkennt þessi vandamál opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“