fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ekkert heyrðist frá Pútín á föstudaginn – Segja skýringuna vera þessa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 05:20

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var eitt ár liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Engar yfirlýsingar bárust frá ráðamönnum í Kreml á þessum degi og Vladímír Pútín, forseti, lét ekkert í sér heyra en margir höfðu átt von á að hann myndi láta heyra í sér á þessum degi.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að ástæðan fyrir þögn Pútín sé líklega að Rússum hafi „mistekist að ná yfirlýstum markmiðum sínum og hafi ekki náð neinum landsvæðum að ráð undir sig síðan í júlí 2022“.

Í stað þess að láta einhver orð falla um að eitt ár væri liðið frá upphafi stríðsins þá sagði Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns, að það sé afgerandi fyrir Rússland að ýta landamærunum, sem ógna Rússlandi, eins lagt aftur og hægt er, „jafnvel að pólsku landamærunum“.

ISW bendir á að Medvedev hafi áður verið notaður til að gagnrýna stuðning Vesturlanda við Úkraínu og til að reyna að „beina athyglinni frá“ mistökum Rússa á vígvellinum.

„Ummæli Medvedev ýta undir þá staðreynd að Kremlverjar reyna enn að ná óraunhæfum hámarksmarkmiðum sínum, jafnvel þótt þeir hafi ekki frá neinum mikilvægum árangri að segja rússnesku þjóðinni eftir eins árs langt og dýrt stríð í Úkraínu,“ segir ISW.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð