Hann hefur áður haft rétt fyrir sér þegar hann hefur spáð fyrir um þróun mála í stríðinu og nú spáir hann vendipunkti í stríðinu í vor. „Frá miðju vori til loka þess verða afgerandi bardagar,“ sagði hann.
Hann sagðist ekki telja að líta eigi á ummæli hans sem „spá“ heldur sem „niðurstöðu“ byggða á grunni þeirra upplýsinga sem hann hefur yfir að ráða. „Þetta eru tveir óskildir hlutir,“ sagði hann.
Hann sagði að enn sé um opið stríð að ræða en hann telur að Úkraínumenn muni sigra að lokum. Hann lagði áherslu á að Úkraínumenn hafi ekki slakað neitt á markmiði sínu um að frelsa alla Úkraínu úr höndum Rússa, þar á meðal Krímskagann.
Hann vildi ekki segja til um hvenær hann telur að stríðinu ljúki. „Ég get bara sagt þér hvernig því lýkur. En nú er staðan 1-1 og við erum á sjötugustu mínútu leiksins, þú getur svo sjálfur reiknað það út,“ sagði hann við Forbes.