Hann setti þessar ásakanir fram á Telegram að sögn Reuters.
„Það er unnið opinberlega á móti okkur, það er ekki hægt að líta á það sem annað en tilraun til að eyðileggja Wagnerhópinn. Það líkist landráði þegar Wagner missir mörg hundruð hermenn daglega í baráttunni um Bakhmut,“ sagði hann meðal annars.
Málaliðar frá Wagner hafi verið í fararbroddi í sókn Rússa að Bakhmut síðustu mánuði en þar geisa hörðustu og blóðugustu bardagarnir til þessa síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Átökin þar hafa verið nefnd „hakkavélin“ því Wagner hefur misst gríðarlegan fjölda af hermönnum þar.
Í sjö mínútna löngu myndbandi, sem Prigozhin birti á Telegram, sakar Prigozhin rússneska embættismenn um að neita Wagner um skotfæri og að það geri þeir af ásettu ráði. The Guardian skýrir frá þessu.