fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Prigozhin sakar rússneska herinn um landráð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 07:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnermálaliðahópsins, sakar yfirstjórn rússneska hersins um landráð gagnvart málaliðaher hans með því að láta hópnum ekki nægilega mikið magn af skotfærum í té.

Hann setti þessar ásakanir fram á Telegram að sögn Reuters.

„Það er unnið opinberlega á móti okkur, það er ekki hægt að líta á það sem annað en tilraun til að eyðileggja Wagnerhópinn. Það líkist landráði þegar Wagner missir mörg hundruð hermenn daglega í baráttunni um Bakhmut,“ sagði hann meðal annars.

Málaliðar frá Wagner hafi verið í fararbroddi í sókn Rússa að Bakhmut síðustu mánuði en þar geisa hörðustu og blóðugustu bardagarnir til þessa síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Átökin þar hafa verið nefnd „hakkavélin“ því Wagner hefur misst gríðarlegan fjölda af hermönnum þar.

Í sjö mínútna löngu myndbandi, sem Prigozhin birti á Telegram, sakar Prigozhin rússneska embættismenn um að neita Wagner um skotfæri og að það geri þeir af ásettu ráði. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis