fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Leiðtogi Wagner útskýrir af hverju hernaður Rússa hefur ekki gengið sem skyldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 07:00

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið „gríðarlega mikla skrifræði rússneska hersins“ dregur úr sóknarhraða hersins í Úkraínu. Þetta sagði Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðahópsins, í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum fyrir helgi.

Hann sagði að það geti tekið marga mánuði að ná bænum Bakhmut úr höndum Úkraínumanna en hart hefur verið barist um bæinn mánuðum saman og er hann nánast rústir einar. Rússar vilja gjarnan ná bænum á sitt vald fyrir 24. febrúar, þá verður ár liðið frá upphafi innrásarinnar.

En Prigozhin telur að það gerist ekki og að Rússar nái Bakhmut ekki á sitt vald fyrr en í mars eða apríl: „Til að ná Bakhmut verður að loka á allar birgðaleiðir. Það er stórt verkefni. Þetta mun ekki ganga eins hratt og við viljum gjarnan. Við hefðum getað náð Bakhmut fyrir áramót ef ekki væri fyrir gríðarlega mikið skrifræði rússneska hersins.“

Wagner hefur ekki opinber tengsl við ráðamenn í Kreml en fáum dylst að fyrirtækið vinnur fyrir rússneska ráðamenn sem hafa nýtt sér þjónustu þess víða um heim. Nokkrir fjölmiðlar hafa bent á að vísbendingar séu um að leyniþjónusta rússneska hersins fjármagni starfsemi Wagner og stýri henni að vissu leyti.

En þrátt fyrir tengsl Wagner og rússneskra ráðamanna hefur verið spenna á milli hersins og Wagner.

Prigozhin hefur meðal annars sakað rússneska herinn um að „stela“ sigrum frá Wagner. Það að hann sagði þetta þykir benda til að áhrif hans hafi aukist innan rússneska stjórnkerfisins.

Wagner hefur haldið því fram að málaliðar fyrirtækisins hafi náð árangri á ákveðnum svæðum án aðstoðar rússneska hersins. Það hefur valdið spennu á milli Wagner og hersins.

Wagner tók þátt í hernámi og innlimum Krím í rússneska ríkjasambandið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“