fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hernaðarsérfræðingur telur að Rússar séu að gera sömu mistökin aftur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 05:21

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hafa Rússar bætt mjög í hernaðaraðgerðir sínar í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn vöruðu við þessari þróun fyrir nokkrum vikum og hefur spá þeirra gengið eftir. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í síðustu viku að aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu virðist vera upphafið að stórsókn þeirra nú þegar eitt ár er að verða liðið frá upphafi innrásarinnar.

Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að svo virðist sem Rússar séu að gera sömu mistökin og þeir gerðu í upphafi stríðsins.

Hann sagði að flest bendi til að Rússar hafi byrjað sókn sína fyrr en vænst var og við skilyrði sem eru langt frá því að vera ákjósanleg. „Ég sé þetta þannig að Rússar hafi væntanlega vegna pólitísks þrýstings hafið stórsókn fyrr en ég hafði reiknað með,“ sagði hann.

Hann átti von á að stórsókn Rússa í austurhluta Úkraína myndi hefjast í byrjun mars eða um miðjan mars en sagðist telja að vegna pólitísks þrýstings frá æðstu mönnum í Kreml, um að nú verði árangur að nást, hafi sóknin hafist fyrr.

„Þetta tengist einnig hugsanlega þeim hergögnum sem Vesturlönd hafa heitið að senda Úkraínumönnum, að Rússar vilji verða fyrri til. En það er enginn sem hefur hugmyndaflug til að ímynda sér að vestrænir skriðdrekar verði tilbúnir til bardaga í Úkraínu á morgun eða hinn. Það mun taka margar vikur,“ sagði hann.

Öldum saman hafa herir rekið sig á sama vandamálið þegar þeir hafa ætlað að sækja fram yfir lágtliggjandi leirsléttur í  Austur-Evrópu. Á hverju vori og hausti myndast aðstæður í Úkraínu þar sem snjór og ís bráðna og í samspili við rigningu gera lágtliggjandi landslag að risastórum leðjupollum.

Mathiesens agði að það hefði verið Rússum meira í hag að bíða lengra fram á vor, þangað til jörðin hefur þornað, áður en þeir hófu sókn. Leðjan geri öllum ökutækjum erfitt fyrir við að komast áfram og svo sé hitastigið allt annað en þægilegt eða hentugt fyrir hermennina til að berjast í.

Hann sagðist einnig undrast þá ákvörðun Rússa að hefja stórsókn á sama tíma og á síðasta ári en það hafi verið talin stór hernaðarmistök af sérfræðingum. Hann sagði að þessi tímasetning sóknarinnar geri að verkum að hætta sé á að stórsóknin renni út í sandinn eða sitji föst í leðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“