fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

„Evrópa var tekin með buxurnar á hælunum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir sprengiefni og byssukúlur eftir tæplega eins árs stríð gegn rússneska innrásarliðinu. Skotfærabirgðir landsins gætu klárast á næstu vikum. Af þeim sökum hittust utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn til að ræða áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu.

„Zelenskyy og Úkraínumenn fá mikið lófaklapp en ekki nóg af skotfærum, sem er ákveðin þversögn,“ sagði Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, fyrir fundinn.

Hann sagði mikilvægt að gripið verði strax til aðgerða til að bæta streymi vopna og skotfæra til Úkraínumanna.

Eistland hefur lagt til að ESB-ríkin sjái í sameiningu um þessi innkaup og það styður Borrell.

Úkraínumenn vilja gjarnan fá nýjar birgðir af skotfærum eins fljótt og hægt er og ESB vill gjarnan senda þau. En þrátt fyrir það eru ákveðin vandamál við að etja.

TV2 hefur eftir hernaðarsérfræðingum að mörg vandamál séu uppi við að afhenda Úkraínumönnum sprengiefni, skotfæri og vopn. Þessi vandamál eru í hnotskurn þrjú:

Stór og flókinn vopnaiðnaður

Ónóg framleiðslugeta

Skortur á lagerplássi og hráefnum

Það hefur sýnt sig síðasta árið að það er erfitt að koma skotfærum til úkraínska hersins. Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við TV2 að það hafi legið ljóst fyrir mánuðum saman að framleiðsla Vesturlanda á vopnum og sérstaklega skotfærum væri ekki nægilega mikil til að anna þörfum úkraínsku hermannanna.

„Á einhverjum tímapunkti verður maður uppiskroppa og hefur ekkert til að skjóta með. Það er slæmt miðað við stöðuna í Úkraínu,“ sagði hann.

„Evrópa var tekin með buxurnar á hælunum,“ sagði Hans Peter Michaelsen, hernaðargreinandi, sem sagði að vopnaiðnaðurinn eigi erfitt með að framleiða nægilega mikið. Hann framleiði eingöngu samkvæmt pöntunum og eyði ekki háum fjárhæðum í að framleiða vopn og skotfæri til að eiga á lager. Þess utan sé erfitt að fá nauðsynleg hráefni til framleiðslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm