fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Spyr hvort kynhvöt kvenna hafi áhrif á afstöðu þeirra til innflytjendamála

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 05:20

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur kynhvöt kvenna áhrif á afstöðu þeirra til innflytjendamála? Þessari spurningu varpaði Mikael Jalving, sagnfræðingur, samfélagsrýnir og rithöfundur, nýlega fram í grein í Jótlandspóstinum.

Í greininni færði Jalving rök fyrir því að í sögulegu ljósi hafi konur viljað slaka á útlendingalöggjöfinni vegna ómeðvitaðra kynferðislegra langana eftir körlum frá öðrum heimshlutum en Vesturlöndum.

„Það eru að stórum hluta kvenkynskjósendur og stjórnmálamenn sem hafa ýtt undir og varið aukinn innflutning á fólki frá aðallega Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Það eru að minnsta kosti þær sem hafa í miklum mæli kosið þá flokka sem hafa sett þetta ólán af stað,“ skrifaði hann og staðhæfði í lokin að „yfirþyrmandi og sterk karlmennska þeirra hafi verið of lokkandi“.

Eflaust reka margir upp stór augu við að lesa skrif af þessu tagi og það gerðu stjórnendur Frihedsbrevet einnig og hringdu því í hann og spurðu hann hvaðan hann hefði þessar upplýsingar. Svarið var að þetta kæmi meðal annars úr „erótískum sögum í Femina“ en síðar kom í ljós að tímaritið birtir ekki lengur slíkar sögur. Einnig sagðist hann hafa aflað sér þessarar vitneskju á „hálflangri lífsleiðinni“.

Jótlandspósturinn leitaði svara hjá Michael Bang Petersen, prófessor í stjórnmálafræði við Árósaháskóla um hvað rannsóknir segja um tengsl kynhvatar og stjórnmálaskoðana.

Hann sagði vitað að tengsl séu á milli viðhorfs til kynlífs og stjórnmálaskoðana en ekki eins og Jalvig stilli því upp. „Það eru almennt séð tengsl á milli þess að vera opinn fyrir því að eiga marga rekkjunauta og að hafa vinstrisinnaðar stjórnmálaskoðanir. Ef maður hallast að því að laðast að mörgum hefur maður tilhneigingu til að vera vinstrisinnaður,“ sagði hann.

Hann sagði ekki líklegt að kynferðislegt aðdráttarafl karla af framandi uppruna  hafi áhrif á skoðun fólks á innflytjendamálum. Ekki sé mikið um rannsóknir sem hafi sýnt fram á þetta. Þær sýni það gagnstæða, að fólk, sem tilheyrir hópum sem eru taldir öðruvísi, geti virkjað óttakerfi fólks.

Hann sagðist ekki vita til þess að neitt styðji þá kenningu að mýkri afstaða kvenna til innflytjendamála tengist kynferðislegri löngun þeirra eftir körlum frá löndum utan Vesturlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti