fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Enn eitt dularfullt dauðsfall háttsetts Rússa – „Datt“ út frá sextándu hæð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 07:00

Marina Jankina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 8 síðasta miðvikudag fannst Marina Jankina látin við háhýsi í Kalininskii hverfinu í St Pétursborg í Rússlandi. Hún er sögð hafa „dottið“ út frá sextándu hæð.

Jankina bættist þar með í hóp fjölda háttsettra Rússa og rússneskra áhrifamanna sem hafa látist á dularfullan hátt síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Jankina, sem var 58 ára, var fjármálastjóri eins af rússnesku hernaðarumdæmunum. Það þýðir að hún gegndi mikilvægu hlutverki í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu.

The Independent segir að yfirstjórn hernaðarumdæmisins, sem hún starfaði hjá, hafi staðfest að Jankina hafi látist en veitti ekki frekari upplýsingar um málið.

Ekki er vitað hvernig það vildi til að hún datt út frá sextándu hæð en sá grunur læðist að mörgum að henni hafi verið „hjálpað“ við það. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir háttsettir Rússar og rússneskir áhrifamenn hafa látist á svipaðan hátt á síðustu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis