Jankina bættist þar með í hóp fjölda háttsettra Rússa og rússneskra áhrifamanna sem hafa látist á dularfullan hátt síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.
Jankina, sem var 58 ára, var fjármálastjóri eins af rússnesku hernaðarumdæmunum. Það þýðir að hún gegndi mikilvægu hlutverki í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu.
The Independent segir að yfirstjórn hernaðarumdæmisins, sem hún starfaði hjá, hafi staðfest að Jankina hafi látist en veitti ekki frekari upplýsingar um málið.
Ekki er vitað hvernig það vildi til að hún datt út frá sextándu hæð en sá grunur læðist að mörgum að henni hafi verið „hjálpað“ við það. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir háttsettir Rússar og rússneskir áhrifamenn hafa látist á svipaðan hátt á síðustu mánuðum.