fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Svíar útiloka ekki að senda orustuþotur til Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 07:00

Sænsk herþota af gerðinni JAS-39. Mynd:Christopher Mesnard/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar útiloka ekki að senda orustuþotur til Úkraínu. Þetta sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar hann var í heimsókn í Kyiv á miðvikudaginn.

Á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, sagði Kristersson að Svíar útiloki ekki neitt í þessum efnum.

Hann tók fram að ákvörðun af þessu tagi verði að byggjast á að um sameiginlega og samhæfða aðgerða alþjóðlegs bandalags sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt