fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Segir að 97% af rússneska hernum sé nú í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 05:20

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tæpt ár liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hernaður þeirra hefur ekki gengið eins og þeir reiknuðu með og hafa þeir beðið marga ósigra á vígvellinum og eru víðs fjarri því að ná markmiðum sínum með innrásinni. Nú virðast þeir ætla að herða stríðsreksturinn enn frekar því búið er að senda 97% af öllum hernum til Úkraínu.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði þetta í samtali við BBC í gær.

Hann sagði að stríðið hafi reynst Rússum dýrkeypt og að nú sé talið að um 97% af öllum rússneska hernum sé í Úkraínu. Hann benti á að þrátt fyrir þetta hafi Rússum ekki tekist að brjótast í gegnum varnir Úkraínumanna. Þvert á móti virðist rússnesku hersveitirnar eiga í vandræðum með að sækja fram.

„Ég held að til að reyna að sækja fram reyni Rússar að gera það með svipuðum aðferðum og í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem árangurinn er mældur í metrum en ekki kílómetrum,“ sagði Wallace.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu fjölmennur rússneski herinn er en CIA telur að áður en Rússar réðust inn í Úkraínu hafi um 850.000 hermenn verið í hernum. Af þeim voru um 300.000 landhermenn.

Þessu til viðbótar greip Pútín til herkvaðningar í haust og kvaddi þá 300.000 menn til herþjónustu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að Wagner-málaliðahópurinn sé með um 50.000 menn í Úkraínu.

Ekki er vitað hversu margir rússneskir hermenn hafa fallið í stríðinu en vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að í heildina hafi 180.000 til 200.000 rússneskir hermenn fallið eða særst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi