fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Líklega einsdæmi í réttarsögunni: Samkynhneigð hjón verjendur í sama málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 15:00

Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefur staðið yfir aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í sakamáli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur þremur manneskjum vegna meintra skattsvika í rekstri einkahlutafélagsins M S tækjaleiga sem varð gjaldþrota og hefur verið afskráð.

Um er að ræða meint vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir rekstrarárin 2017, 2018 og 2019. Nema vanskilin samtals um 34 milljónum króna.

Sérstaka athygli vekur að verjendur tveggja sakborninga í málinu eru hjónin og lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson. Líklega er einsdæmi í íslenskri réttarsögu að samkynhneigð hjón séu verjendur í sama málinu, í það minnsta hefur DV ekki vitneskju um að slíkt hafi gerst áður. Hvorki Sævar né Lárus vildu tjá sig um þetta þegar eftir var leitað.

DV sat hluta af aðalmeðferð málsins og kom fram að skjólstæðingar Sævars og Lárusar neita sök í málinu. Annars vegar er um að ræða mann sem var í stjórn félagsins og hins vegar konu sem starfaði hjá félaginu. Bera þau bæði við að stjórnunarlegar ákvarðanir hafi verið í höndum framkvæmdastjóra félagsins sem einnig er ákærður.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”