fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Heimila vopnasölu fyrir milljarða dollara til Póllands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 10:00

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur heimilað sölu ýmissa vopna til Póllands en andvirði sölunnar er um 10 milljarðar dollara.

Meðal þess sem Pólverjar fá að kaupa eru HIMARS-flugskeytakerfi, Úkraínumenn hafa notað þau með góðum árangri í stríðinu gegn Rússum, og flugskeyti af ATACMS og GMLRS gerðum.

Ráðuneytið hefur samþykkt sölu á 18 HIMARS-flugskeytakerfum til Póllands, 45 ATAMCS flugskeytum og rúmlega 1.000 GMLRS flugskeytum.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu kemur fram að þetta muni gefa pólska hernum tækifæri til að styrkja sig og nútímavæðast enn frekar. Einnig mun þetta gera að verkum að Pólverjar verða mun betur í stakk búnir til að starfa með Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum sínum.

Ekki kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins hvort Pólverjar hyggist láta Úkraínu hluta af vopnunum í té. Þeir geta ekki gert það nema að fengnu samþykki bandarískra yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim