fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Skjálfti upp á 7,8 í Tyrklandi og Sýrlandi – 600 látnir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 04:49

Þetta hús í Guzelyali hrundi í skjálftanum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS. Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Nú þegar hefur verið staðfest að 100 hafi látist en óttast er að dánartalan eigi eftir að hækka mjög mikið.

Í tyrkneska héraðinu Malatya hafa 23 fundist látnir, 420 slasaðir og 140 byggingar hrundu að sögn tyrknesku Anadolu fréttastofunnar.

Í Osmaniye héraði hrundu 34 byggingar og minnst fimm létust.

Í Sanliurfa héraði, sem er nærri sýrlensku landamærunum, hafa 10 fundist látnir.

Í Sýrlandi hefur verið staðfest að 42 hafa fundist látnir og rúmlega 200 slasaðir hafa fundist. Þar hrundu byggingar í Aleppo og Hama.

Á upptökum og myndum á samfélagsmiðlum má sjá hrunin hús í mörgum borgum og bæjum í Tyrklandi.

Skjálftinn fannst í Líbanon, Sýrlandi, Kýpur og Ísrael.

Tyrkland er mjög virkt jarðskjálftasvæði og þar hafa margir látist í slíkum hamförum í gegnum tíðina. 1999 létust 17.000 manns í skjálfta upp á 7,4.

Uppfært klukkan 07.07

Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hafa um 600 fundist látnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig