fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 06:49

Skjáskot af Twitter af myndbandinu sem hefur verið í dreifingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis síðasta fimmtudag var lögreglunni í Los Angeles tilkynnt um hnífsstunguárás í Huntington Park. Lunga í fórnarlambinu féll saman og það fékk innri blæðingar.

Lögreglan hóf þegar leit að gerandanum og fann manninn, sem var grunaður um árásina, ekki langt frá vettvangi. Hann er sagður hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar og að hafa ógnað lögreglumönnum með hnífnum sem hann var með.

Lögreglan segir að hann hafi haldið áfram að ógna lögreglumönnum og hafi þeir því skotið hann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir lögreglumenn voru á vettvangi eða hversu margir lögreglumenn skutu manninn.

Hann var skotinn í efri hluta líkamans og var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Myndband af atburðinum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og ættingi mannsins, sem hét Anthony Lowe, hefur staðfest að það sé Anthony sem sést á upptökunni.

Málið hefur vakið mikla athygli og umræður um valdbeitingu lögreglunnar því Lowe var fótalaus og notaðist við hjólastól. Eins og sést á fyrrnefndri upptöku gat hann gengið á stubbunum en komst ekki hratt yfir.

Hann sést reyna að flýja frá lögreglumönnunum og er hann með hníf í höndinni.

Fjölskylda Lowe og fleiri hafa beðið saksóknara í Los Angeles um að kæra lögreglumennina, sem skutu Lowe, fyrir að hafa orðið honum að bana.

Saksóknari hefur tilkynnt að hann muni gera sjálfstæða rannsókn á málinu þegar lögreglan hefur lokið sinni rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi