fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Fjórir vímaðir ökumenn lentu í óhöppum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir ökumenn, sem eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, lentu í umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.

Einn þeirra ók á umferðarljós í Grafarvogi. Hann var vistaður í fangageymslu. Einn ók á ljósastaur í Garðabæ og af vettvangi. Hann náðist skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu. Á Kjalarnesi varð árekstur tveggja bifreiða og er ökumaður annarrar þeirra grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangaklefa. Engin slys urðu á fólki. Sá fjórði hringdi í lögregluna og sagðist hafa ekið út af í Mosfellsbæ og óskaði eftir aðstoð. Þegar lögreglan kom á vettvang vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og í kjölfarið vistaður í fangageymslu.

Í Laugardalshverfi var einn handtekinn í fjölbýlishúsi vegna líkamsárásar. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Í Miðborginni var tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað og ölvaður maður var vakinn þar sem hann svaf ölvunarsvefni inni í leikjasal. Honum var komið í húsaskjól.

Í Hafnarfirði datt maður vegna hálku og var hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið.

Ofurölvi maður truflaði umferð í Hafnarfirði. Var honum komið til síns heima.

Í Mjóddinni vísuðu lögreglumenn ungum drengjum út úr strætisvagni en þeir höfðu verið til vandræða í honum.

Í Kópavogi var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot