fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Flugvél Icelandair lenti í minniháttar árekstri á Heathrow flugvelli í kvöld

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2022 21:14

Myndir/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar flýttu sér með hraði að flugbraut á Heathrow flugvelli eftir að tvær flugvélar rákust á nú í kvöld.

Að sögn DailyMail var önnur flugvélin flugvél frá Icelandair og hin flugvél frá Korean air.

Vitni að árekstrinum segir að þeim hafi ekki lent alveg saman heldur rekist utan í hvora aðra.

Flugvél Icelandair varð, að sögn DailyMail eftir myndum að dæma fyrir nokkrum skaða, sérstaklega stélið sem vængur hinnar vélarinnar fór utan í,

Að sögn SkyNews varð ekki tjón á fólki, svo vitað sé og ekki er gert ráð fyrir að atvikið hafi áhrif á komur og brottfarir frá flugvellinum þó svo að farþegar séu beðnir um að kanna stöðuna hjá sínu flugfélagi.

Vísir ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem sagði engan slasaðan og að allir sem um borð voru sé komnir inn í flugstöð. Icelandair vélin hafi verið kyrrstæð á vellinum þegar önnur vél sem var að keyra framhjá rakst utan í.

Nú sé verið að vinna að lausnum varðandi þá farþega sem áttu bókað flug með vélinni aftur til Íslands.

Farþegi í Icelandair vélinni lýsir atvikum svo á Twitter að skyndilega hafi vélin farið að skjálfa. Farþegar hafi nú beðið eftir farangri sínum í um tvo tíma er tístið var skrifað sem var fyrir hálftíma.

Af þeim myndum sem hefur verið deilt á Twitter af vél Icelandair má sjá að skaðinn er ekki mikill en þó nokkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“