fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Aðgerðir í gær tengdust ætluðum undirbúning að hryðjuverkum – Hætta beindist að borgurum og stofnunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:07

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar í gær þar sem íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir tengdust ætluðum undirbúningi hryðjuverka hér á landi.

Í gær var greint frá umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í Mosfellsbæ og í Kópavogi og var upplýst að ætluð brot sem til rannsóknar væru tengdust skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum.

Boðað var svo til blaðamannafundar í dag um málið. Þar sátu fyrir svörum Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Steinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara.

Þeir menn sem handteknir voru í gær höfðu framleitt íhluti í skotvopn með þrívíddarprentara og lagði lögregla hald á tugi vopna, þar á meðal hálfsjálfvirkra, sem og þúsundir skota.

Grímur Grímsson sagði að við rannsókn á alvarlegt vopnalagabrot, þar á meðal framleiðslu skotvopna með þrívíddarprentara, hafi leitt í ljós upplýsingar sem leiddu til gruns um að árás væri í undirbúningi.

„Við rannsókn komu fram upplýsingar sem leiddu til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Þegar sá grunur var fram kominn var ríkislögreglustjóra gert viðvart.“

Grímur sagði mikilvægt að taka fram að mat lögreglu sé að ekki sé nú yfirvofandi hætta í samfélaginu á beitingu vopna geng fólki eða stofnunum.

Ætla megi að árásir hafi átt að beinast gegn Alþingi og lögreglu

Fjórir voru handteknir í gær. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar í viku og hinn í tvær vikur. Rannsóknin er að sögn lögreglu á viðkvæmu stigi og er viðamikil. Húsleitir fóru fram á níu stöðum í gær og eins hefur hald verið lagt á tölvur, síma, aðra rafræna miðla, þrívíddarprentuð vopn og íhluti í vopn.

Rannsókn miðar nú að því núna að setja upp tímalínu atvika – hvað var fyrirhugað –  og að því að greina gögn, samskipti manna og finna út hverjir tengjast málinu.

Karl Steinar segir að ljóst sé að ýmsar stofnanir samfélagsins hafi verið undir og álykta mætti að árásir hafi átt að beinast gegn Alþingi og lögreglu.

Lögregla var ekki tilbúin að svara spurningum um hvata að baki árásaráformunum, svo sem hvort að handteknu mennirnir hafi verið þjóðernissinnar. Allir mennirnir fjórir eru íslenskir á þrítugsaldri.

Ánægja með að hægt var að afstýra því að áformin yrðu að veruleika

Lögregla segist fegin að það tókst að koma í veg fyrir að áform mannana yrðu að veruleika. Þetta sé í fyrsta sinn, að þeirra vitund, sem rannsókn sem þessi er sett af stað. Rannsókn er samkvæmt lagagrein um hryðjuverk í almennum hegningarlögum.

„Lögreglan sem slík, við erum ánægð, ákaflega ánægð  með það að ná að koma í veg fyrir það að ekki yrði meira úr þessum hugmyndum sem okkur virtist blasa við að þessir aðilar hefðu um að framkvæma einhvers konar alvarlegt afbrot,“ sagði Grímur.

Lögregla segist enn vera að reyna að átta sig á þeim fjölda vopna sem er til staðar í málinu.

Eitt af því sem er til skoðun er hvort að handteknir menn tengist erlendum öfgasamtölum og er lögregla í samtali við erlend löggæsluyfirvöld.

„Eitt markmið með fundi sem þessum er að koma því til skila að við teljum ekki að það sé aukin hætta í okkar samfélagi,“ sagði Grímur og að í augnablikinu sé ekki ástæðu til að hækka stig á Íslandi um hættu á hryðjuverkum samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem er í dag lágt.

Ef einhver hefur upplýsingar um að vopn sem geti tengst málinu í umferð er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við lögreglu. Eins þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málið þá er þeim bent á netfangið info@rls.is og í bráðatilvikum 112.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver