fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Minnst tveir hópar villtir við gosstöðvarnar þrátt fyrir lokun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. ágúst 2022 18:12

Eldgosið í Meradölum Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tveir hópar eru villtir í þokunni við gosstöðvarnar í Meradölum og voru björgunarsveitarhópar frá suðvesturhorninu kallaðir út rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Fréttablaðið að grunur sé á að fleiri séu villtir á svæðinu.

„Þetta er þannig að það er búið að vera lokað í dag. Það er svartaþola og leiðandaveiður eins og sést á vefmyndavélunum. Fjölmiðlar og lögregla hafa greint frá því í dag að það hefur verið slatti af fólki þarna í dag.“

Davíð segir að um sé að ræða um 10 manns sem eru í vandræðum á svæðinu. Þau séu villt, köld og blaut. Eins séu þarna um 10 til 15 hópar á leiðinni upp að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokun.

Ekki sé hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna þoku, en ekki séu skilyrði til að leita úr lofti.

Gosstöðvarnar hafa verið lokaðar frá því klukkan 05 í gærmorgun vegna veðurskilyrða.

Samkvæmt mbl.is var fjórum erlendum ferðamönnum bjargað af Landsbjörg rétt um klukkan 18:00 í kvöld en hafði fólkið verið komið langt út af gönguleið og týnt í þokunni. Fólkið var blautt, kalt og hrakið þegar björgunarsveitirnar komu og höfðu verið týnd í nokkurn tíma.

Ljóst er að fjöldi fólks hefur ekki virt lokun á svæðinu og er fjöldi bíla á svæðinu. Talið er að björgunarsveitirnar verði líkast til á svæðinu fram eftir kvöldi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Finnar íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Finnar íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bandaríkin bæta enn í vopnasendingar til Úkraínu

Bandaríkin bæta enn í vopnasendingar til Úkraínu