fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fréttir

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 16:30

Til vinstri: Ari Trausti - Til hægri: Helga Reynis - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, birti færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann veltir steinum varðandi eldgosið sem hófst á Reykjanesinu í gær.

„Nú hefur kvikustrókavirknin og hraunflæðið heldur dregist saman. Klukkan 12 var virknin bundin við miðbik upphaflegu gossprungunnar og tvo litla stróka hvor sínum megin við það,“ segir Ari í upphafi færslunnar.

Þá veltir hann því fyrir sér hvað gerist næst. „Hvað tekur við? Mallar jarðeldurinn þarna og byggir upp eldborg? Verur þetta gos stutt? Gýs þarna áfram og opnast framlengingar á gossprungunni, samanber Geldingadalagosið?“ spyr hann.

Ari segir þá að frá því sem honum finnst líklegt að gerist ef framlengingar opnist á sprungunni. „Gerist það gæti svæðið handan við fjallið sem gossprungan nær upp í (einn Meradalahnúkanna) komið sterklega til greina,“ segir hann.

„Þar er einmitt (sjá Skjálfta-Lísu) lang virkasta skjálftasvæðið – ekki breitt, um það bil 500-1000 m, en á að giska 4-5 kílómetrar að lengd og vel virkt enn. Meðal annars hafa jarðhræringar þar færst heldur lengra í NA en fyrst var í hrinunni (sjá aftur Skjálfta-Lísu – litakvarða).“

Að lokum varar Ari ferðalanga sem ætla sér upp að eldgosinu við. „Uppbrot kviku geta orðið á mjög skömmum tíma,“ segir hann.

„Þess vegna má telja reinina yfir kvikuganginum visst hættusvæði, bæði gangandi fólki sem þverar skjálftasvæðið NA og SV (?) við gossprunguna og þeim sem aka mega inn eftir og keyra þarna yfir, norðan við hnúkinn, fram og til baka.“

Stórhættuleg gastegund

Ari er ekki sá eini sem biðlar til fólks að fara varlega, það gerir ljósmóðirin Helga Reynisdóttir einnig. Í færslu sem Helga birtir á Facebook segir hún að óléttar konur eða konur sem eru að reyna að eignast barn eigi ekki erindi að eldgosinu.

Ástæðan fyrir þessu er magn kolsýrlings (e. Carbon Monoxide) í grennd við eldgosið. „Kolsýrlingur er gastegund sem er stórhættuleg, hún er eðlisléttari en súrefni og lyktarlaus og einkenni eitrunar af völdum hennar geta verið engin meðan hún safnast upp í blóði viðkomandi,“ segir Helga.

„Hún veldur súrefnisskorti í vefjum og þegar konur eru ófrískar hefur hún mun meiri áhrif á fóstrið heldur en móðurina. Ef þessi gastegund safnast upp í blóði getur móðir og barn orðið fyrir súrefnisskorti með hræðilegum afleiðingum.
Þessi gastegund er i kringum eldstöðvarnar og er því best að sleppa að skoða gosið öðruvísi en á vefmyndavélum meðan maður er með barni“

Það verða sennilegast nóg af gosum til að skoða í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók um á fjórum nagladekkjum og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja

Ók um á fjórum nagladekkjum og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír í haldi lögreglu vegna hnífaárásar í nótt

Þrír í haldi lögreglu vegna hnífaárásar í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Salman Rushdie stunginn ítrekað

Salman Rushdie stunginn ítrekað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“