fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Meira gas í þessu eldgosi – Mikilvæg ráð fyrir þá sem ætla að skoða gosið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 18:37

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag að það sé að koma meira gas úr eldgosinu sem hófst í dag heldur en í síðasta eldgosi. Elín segir að vegna þessa sé auðveldara að finna fyrir einkennum gasmengunar ef farið er of nálægt gosinu.

Þá kemur Elín með mikilvæg ráð til þeirra sem stefna á að fara að gosinu. „Mjög mikilvægt að þau sem ætla að vera eitthvað þarna á ferðinn að þau fari ekki ofan í dældir og sérstaklega ekki ofan í dalinn, þar sem að sprungan er opin, heldur haldi sig uppi á þessum hnjúkum sem eru þarna í kring og eru ágætis útsýnispallar,“ segir hún.

Ekki er búið að setja upp gasmæla á svæðinu sem tengjast netinu en það verður gert á næstu dögum. Með þeim mælum verður hægt að skoða hvernig gasmengunin er á svæðinu í rauntíma.

Samkvæmt Elínu er ekki hætta á gasmengun í byggð eins og staðan er í dag. „Mælar Umhverfisstofnunar eru ennþá í þessum byggðarlögum þarna suður með sjó og það er hægt að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is,“ segir hún svo.

Með breyttri vindátt gæti þó gasmengun færst í byggð en þegar það gerist þarf mögulega að skoða hvernig gasið leggst á þær byggðir sem eru í grennd við gosið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt