fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Vélarvana bátur norðan við Drangsnes

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 15:13

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegisbil í dag bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upplýsingar um vélarvana fiskibát skammt frá landi norðan við Drangsnes á Ströndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Bátinn rak að landi en skipverjum tókst að stöðva rekið með því að setja út akkeri. Nálægur fiskibátur, Benni ST, hélt þegar til aðstoðar en að auki óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð björgunarsveita á Hólmavík og Drangsnesi sem sendu björgunarbáta af stað til aðstoðar. Þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var við æfingar í Húnaflóa var einnig beint á vettvang.

Fiskibáturinn Benni ST bjó sig undir að taka vélarvana bátinn í tog en þar sem skipstjóri Benna ST var bara einn um borð var ákveðið að senda stýrimann þyrlunnar um borð í Benna ST, skipstjóra hans til aðstoðar við björgunaraðgerðir. Dráttataug var sett á milli bátanna og tókst Benna ST að draga vélarvana bátinn á frían sjó. Þar var stýrimaður þyrlunnar hífður aftur um borð í þyrluna en Benni ST hélt með vélarvana bátinn til hafnar á Drangsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada