fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. júlí 2022 20:39

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á miðjum fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi og ýmis önnur brot. Dómur var kveðinn upp yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. júní.

Maðurinn var ákærður fyrir samtals 15 brot og sakfelldur fyrir þau öll. Er þar meðal annars að finna fíkniefnalagabrot og brot á sóttvarnalögum. Alvarlegustu brotin snúa að ofbeldi.

Í fyrsta ákærulið er hann sakaður um að hafa beitt þáverandi sambýliskonu sína ítrekuðu ofbeldi dagana 7. til 10. ágúst árið 2019. Ofbeldið átti sér stað á þáverandi heimili hennar og er því lýst svo í texta dómsins:

„…veist að henni með ofbeldi, rifið í hana, gripið í vinstri handlegg hennar og kastað henni til og frá um íbúðina, kýlt hana ítrekað í höfuð og líkama með krepptum hnefa svo að A féll í gólfið í anddyri íbúðarinnar, og þar traðkað á líkama hennar og kýlt hana ítrekað í höfuð, líkama og hendur þegar hún bar þær fyrir höfuð sitt þar sem hún lá í gólfinu, öskrað á hana að þegja, tekið fyrir munn hennar og tekið hana kverkataki, allt með þeim afleiðingum að A hlaut mar í kringum hægra auga, bæði yfir neðra og efa augnloki, fleðursár undir vinstra auga, opið sár á vanga og kjálkaliðssvæði, mar utan á hálsi vinstra megin, mar vinstra megin á baki, mar víðsvegar á vinstri upp- og framhandlegg, mar víðsvegar á hægri upp- og framhandlegg, mar víðsvegar á hægra læri og niður á sköflung, mar víðsvegar á vinstri fótlegg og skrapsár á sköflungi.“

Maðurinn er ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn sömu konu sumarið 2020 en þá beitti hann bæði kodda og kertastjaka í atlögu sinni. Brotinu er lýst þannig í ákæru og texta dómsins:

„…veist að henni með ofbeldi, rifið í hár hennar, slegið höfði hennar utan í vegg, skellt henni í rúmið og sest ofan á hana, kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa
víðsvegar í líkamann, andlitið og höfuð, potað með fingri sínum í vinstra auga hennar, tekið hana kverkataki, tekið kodda og sett fyrir vit hennar, hótað henni lífláti
og líkamsmeiðingum, rifið niður kertastjaka sem áfastur var á vegg við rúm þeirra og lamið hana með kertastjakanum í höfuð og tvívegis í vinstra læri, allt með þeim
afleiðingum að A hlaut mar á hvirflinum, enninu, hægra eyranu, hálsinum, hægri framhandleggjum, hægri upphandleggjum, hægri öxlinni, vinstri hendinni, vinstri
framhandleggnum og vinstri upphandleggnum, hægri hlið brjóstkassans, vinstri hluta brjóstsins, vinstra brjóstinu, hægra brjóstbakinu, hægri flankanum, mjóbakinu, hægri fótleggjum, hægra hnénu, hægri mjöðminni, vinstri fótleggjum, vinstra lærinu og vinstri mjöðminni, punktablæðingar í slímhúðum augnanna, skrámur á vinstra gagnaugasvæðinu, hálsinum, hægri framhandleggjum, vinstra handarbakinu, hægri hlið brjóstkassans, vinstra brjóstbakinu og mjóbakinu, mar á hægra lunganu, mar með sári á innanverðri vörinni, slímhúðarsár á neðri vörinni, skrámu á nefinu með undirliggjandi nefbroti og þrota yfir hægra kinnbeininu og vinstri neðri kjálkanum.“

Hann var ennfremur sakaður um og sakfelldur fyrir að hafa ráðist að manni með hnífi sumarið 2020 og reynt að stinga hann en árásin átti sér stað í bakgarði skemmtistaðar við Laugaveg. Maðurinn náði að víkja sér undan atlögum hans.

Þá var hann sakaður um brot gegn lögreglulögum með því að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og sýnt af sér ógnandi hegðun þegar lögreglumenn skipuðu honum að nema staðar og leggjast niður.

Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Hann þarf að greiða rúmlega 8,3 milljónir króna í sakarkostnað og 1,2 milljónir í miskabætur.

Ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga