fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dista lagði ÁTVR í héraðsdómi – Máttu ekki taka bjórinn úr sölu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun ÁTVR um að taka tvær bjórtegundur frá innflutningsfyrirtækinu Dista ehf. úr sölu, Faxe Witbier og Faxe IPA.

Rökstuðningur ÁTVR fyrir þeirri ákvörðun var sú að tegundirnar hefðu ekki náð nægilega mikilli sölu. Dista taldi ákvörðunina vera ólöglega á grundvelli einokunarstöðu ÁTVR sem smásala áfengis.

Tekist var á um þetta fyrir héraðsdómi og túlkanir á tilteknum greinum samkeppnislaga, sem og laga um verslun með áfengi og tóbak, en þar er kveðið sérstaklega á um hlutverk ÁTVR. Í 11. grein laganna er kveðið á um að jafnræðis skuli gætt við val á vöru og ákvörðun um sölu og dreifingu áfengis.

ÁTVR tefldi í málsvörn sinni fram rökum um að fyrirtækinu bæri að stuðla að hagkvæmni í rekstri. Í fjórðu grein áðurnefndra laga segir að starfsemi ÁTVR skuli vera sem hagkvæmust og afla tekna sem nægi til að greiða rekstrarkostnað og skila arði til ríkissjóðs.

Það var niðurstaða héraðsdóms eftir að hafa vegið og metið þessi lagarök að fella úr gildi ákvörðun ÁTVR um að taka úr sölu bjórtegundirnar frá Dista. Jafnframt skal ÁTVR greiða málskotnað upp á 1.750.000 krónur.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi