fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
Fréttir

Dottuðu undir stýri og bíllinn valt tvo hringi – Vilja koma mikilvægum skilaboðum áleiðis

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júní 2022 17:58

Kristján Örn og Freyja Sól - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Sól Kristinsdóttir og kærasti hennar, Kristján Örn, lentu í bílslysi um klukkan 10 í gærmorgun. Þau voru nýkomin niður Öxnadalsheiði en þau voru að keyra í bæinn frá Akureyri. Sem betur fer sluppu bæði þau og hundurinn þeirra, 9 mánaðagamall Dalmatíuhundur að nafni Hrímnir, vel miðað við aðstæður en Freyja segir að það megi helst rekja til þess að þau voru bæði í belti og að hundurinn var í búri þegar bílslysið átti sér stað.

„Ég var við það að sofna, ég var hálfsofandi. Kærastinn minn, sem er við stýrið, hann dottar í smá stund og bíllinn fer út af. Vegkanturinn er svona brattur niður, bíllinn fer þangað og þá rankar hann við sér. Viðbrögðin hans eru að snúa aftur upp í brekkuna og þá fer bíllinn á flug, veltir í alveg tvo hringi. Mér leið eins og þetta hefðu verið miklu fleiri en tveir hringir, ég hélt þetta myndi aldrei klárast,“ segir Freyja í samtali við blaðamann.

Svona leit bíllinn út eftir slysið – Mynd/Aðsend

Bíllinn endaði á hliðinni bílstjóramegin svo Kristján var á jörðinni. „Þetta var svo fljótt að gerast, maður bara hékk í loftinu. Kristján var fljótur að losa sig úr beltinu og kom til að hjálpa mér að losa mig. Á meðan það var þá einmitt sáum við hundinn okkar skríða til okkar úr skottinu,“ segir hún.

„Búrið var alveg heilt nema hurðin var dottin úr, hann komst þar í gegn og skreið til okkar – alveg heill á húfi. Það var svo mikill léttir, maður hugsaði ekki einu sinni um sjálfan sig, bara um hundinn. Eftir það hjálpar Kristján mér og svo stoppar rúta, bílstjórinn þar kemur og hjálpar okkur úr bílnum. Fljótlega erum við öll þrjú komin úr bílnum og eftir svona 20 mínútur er kominn lögreglubíll og sjúkrabíll.“

Eins og fyrr segir sluppu þau vel en Freyja segir að ekkert þeirra hafi fengið skrámu í slysinu. „Við erum bara svona stirð hér og þar, svoleiðis áverkar en ekkert beinbrot eða neitt svoleiðis,“ segir hún.

Bendir á mikilvægi búra í bílferðum

Freyja er með mikilvæg skilaboð í kjölfar slyssins, hún ítrekar að fólk eigi að hafa hunda í búri þegar verið er að keyra. „Upp á öryggi bæði okkar og hundsins. Ef hundurinn hefði verið laus þá hefði hann mögulega skotist fram í, hann er 35 kíló, það væru miklir áverkar að fá 35 kíló beint í hnakkann eða í andlitið. Hann hefði líka mögulega skotist úr bílnum og allt svona,“ segir hún.

Dalmatíuhundurinn Hrímnir – Mynd/Aðsend

„Jafnvel þótt þetta sé bara smáhundur, Chihuahua eða eitthvað slíkt. Það er mikið í tísku að nota svona hundabelti í dag en það er ekki nógu öruggt. Eins og þegar maður er með hund í ól þá getur hann alltaf smeygt sér úr henni og það er eins með beltið, maður veit aldrei hvað getur komið fyrir þannig séð.“

Freyja birti einmitt færslu vegna málsins í Facebook-hópnum Hundasamfélagið þar sem hún benti á mikilvægi þess að hafa hundana í búri í bílferðum. Í færslunni bendir Freyja á að hundurinn þeirra þolir ekki að vera í búri en hún tekur það ekki í mál að sleppa því. „Hann vælir auðvitað í búri núna sem er skiljanlegt en fyrir hans öryggi þá verður hann alltaf í búri í bíl!“ segir hún í færslunni.

„Ég vil bara enda þetta á að ég vona innilega að fólk fari og drífi sig út í næstu gæludýrabúð og kaupi búr.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Í gær

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið

Ari og Helga vara fólk við – Stórhættuleg gastegund og hættusvæði við nýja eldgosið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina

Sakaður um að brjóta gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur efnahagur er lamaður

Rússneskur efnahagur er lamaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra