fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fréttir

Hrannar sviptur reynslulausn og situr áfram í fangelsi – Grunaður um skotárás á par í Grafarholti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms yfir Hrannari Fossberg Viðarssyni, þess efnis að hann afpláni eftirstöðvar refsingar af dómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018, en honum var veitt reynslulausn árið eftir.

Hrannar er grunaður um skotárás á par í Grafarholti aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar síðastliðins.

Annar maður var einnig handtekinn vegna málsins, sem var í félagi við Hrannar, en Hrannar er sá sem grunaður er um að hafa skotið á parið. Verknaðurinn er talinn hafa verið knúinn af afbrýðisemi enda voru, samkvæmt úrskurðinum, Hrannar og konan áður par.

Byssuskot Hrannars hæfðu konuna í kviðinn en maðurinn fékk skot í læri. Konan þurfti að gangast undir aðgerð til að fjarlægja byssukúluna úr líkama hennar. Áverkar hennar voru lífshættulegir.

Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurðinum játaði hinn maðurinn að hafa ekið Hrannari á vettvang. Þegar komið var að heimilinu í Grafarholti urðu mennirnir varir við fyrrverandi unnustu Hrannars. Hrannar hafi þá kallað til konunnar og skaut úr byssu í átt að parinu. Púðurleifarannsóknir lögreglu eru sagðar styðja við framburð félaga Hrannars en þær gefa til kynna að skotið hafi verið út um farþegaglugga bílsins en Hrannar sagt í farþegasætinu frammi í, félagi hans sat hins vegar undir stýri.

 Yngsti fangi landsins

Hrannar á langan brotaferil að baki en hann hefur stigið fram í fjölmiðlum og rætt erfiða ævi sína. Hann leiddist ungur út í neyslu og kom að lokuðum dyrum í kerfinu þegar hann reyndi að leita sér hjálpar. Þegar hann var sextán ára gamall hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsáras en hann var aðeins 15 ára gamall þegar brotin áttu sér stað.

Í viðtali við Vísi í desember 2017 var hann titlaður yngsti fangi landsins en þá var hann vistaður í síbrotagæslu á Hólmsheiði aðeins 18 ára að aldri. Þar hafði Hrannar orð á því að fangelsið væri besta meðferðarúrræði sem hann hafði komist í kynni við en lítið væri við að vera varðandi vinnu og að hann hafi ekki fengið nein svör við tilraunum sínum til að skrá sig í framhaldsskólanám.

Í febrúar 2018 greindi DV frá því að Hrannar, þá nýorðinn 19 ára gamall, hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot – meðal annars  fyrir brot á vopna-, fíkniefna-, og umferðarlögum auk hótana um ofbeldi.  Þungur dómur Hrannars helgaðist af því að með afbrotunum hafði hann rofið hinn skilorðsbunda dóm sem hann hlaut tveimur árum fyrr.

900 daga afplánun

Í úrskurðarorði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að Hrannar skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2018. Landsréttur hefur nú staðfest þennan úrskurð.

Hrannar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. febrúar vegna skotárásarinnar í Grafarholti. Í úrskurðinum kemur fram að grunur um að Hrannar hafi framið þennan verknað leiði til þess að reynslulausn hans úr málinu frá 2018 fellur niður því með árásinni hafi hann  brotið freklega gegn skilyrðum reynslulausnarinnar. Rannsókn Grafarholtsmálsins er sögð vera á lokastigi en Hrannar er að verða búinn að afplána leyfilegan hámarkstíma gæsluvarðhalds. Í úrskurðinum segir orðrétt:

„Kærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. febrúar sl. vegna gruns um skotárás og tilraun til manndráps þann 10. febrúar sl. sem beindist að fyrrum unnustu hans og öðrum manni sem var með henni, sbr. úrskurður R-[…]/2022. Gæsluvarðhaldskrafa hefur ítrekað verið framlengd, með úrskurðum R[…], […]/2022, […]/2022, sbr einnig úrskurðir Landsréttar í máli nr. 193/2022 og nr. 265/2022.

Í úrskurði héraðsdóms nr. […]/2022 var vísað til þess að lengd gæsluvarðhaldstíma stefndi í fara fram yfir almennt hámark um 12 vikur sbr. þó undanþágu í 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 þegar brýnir rannsóknar hagsmunir krefjast frekari gæsluvarðhalds, sem talið var að ættu við í þessu máli. Kærði hefur því setið í gæsluvarðhaldi í tæpar 16 vikur. Rannsókn málsins er á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Niðurstaða geðrannsóknar liggur fyrir og er kærði sakhæfur.

Kærði hefur nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum undir rannsókn málsins.

Með vísan til þess er fram kemur í greinargerð lögreglu og rannsóknargögnum málsins er á það fallist að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið alvarlegt brot, sem varðar við 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningaralaga nr. 19/1940, en slíkt brot varðar langri fangelsisrefsingu ef sök sannast. Með háttsemi sinni hefur hann gróflega brotið gegn skilyrðum reynslulausnar og verður því fallist á að X, kt[…], verði gert að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af dómi héraðsdóms Reykjavíkur nr. S-[…]/2018, frá […], sbr. reynslulausn sem honum var veitt af Fangelsismálastofnun þann 17.09.19.“

 

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt
Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu