fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Krabbameinssjúk íslensk kona á fangelsisdóm yfir höfði sér í Bandaríkjunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona, sem býr í Michigan í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir umferðarlagabrot sem leiddi til dauðsfalls („moving violation resulting in death“) vegna umferðarslyss sem varð í þorpinu Berrien Springs í Michigan þann 30. janúar síðastliðinn.

Konan heitir Sarah Helena Wilhelmsen og er 35 ára gömul. Samkvæmt lýsingu frænda hennar, Þrastar Þórðarsonar, var hún að hægja ferðina er nágranni hennar gekk í veg fyrir hana og varð fyrir bílnum. Nágranninn lést á sjúkrahúsi tveimur vikum síðar.

Sarah á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og háar fjársektir. Tveimur dögum eftir slysið gekkst hún undir erfiða skurðaðgerð vegna krabbameins.

Sarah og aðstandendur hennar telja að hún hafi ekki gerst sek um afbrot en kerfið er á öðru máli. Handtökuskipun var gefin út á Söru en frændi hennar, David, forðaði henni frá fangelsi með því að greiða fyrir hana tryggingu. Sarah á að mæta fyrir dómara þann 13. maí næskomandi.

Þröstur  Þórðarson hefur gengist fyrir fjársöfnun til handa frænku sinn á síðunni gofundme.com. Nú þegar hefur nokkurt fé safnast en betur má ef duga skal því til að fá þjónustu góðs lögmanns verður Sarah að greiða fyrirfram um 10 þúsund dollara, eða andvirði rúmlega 1,3 milljóna íslenskra króna.

Nánar má lesa um málið hér og á sama stað er hægt að leggja Söru lið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“