fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þjóðverjar ætla að verja 100 milljörðum evra í að nútímavæða herinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 17:00

Þýskir og bandarískir hermenn við æfingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra vikna erfiðar viðræður hafa þýska ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan náð samkomulagi um að verja 100 milljörðum evra til að nútímavæða þýska herinn. Þetta er gert í ljósi þeirrar hættu sem talin er stafa af Rússlandi.

Samningar náðust seint í gærkvöldi. Í þeim felst að ný og fullkomin vopn verða keypt fyrir herinn en með þessu munu Þjóðverjar ná því markmiði NATÓ að aðildarríkin verji sem nemur tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála.

Þremur dögum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu tilkynnti Olaf Scholz, kanslari, að ríkisstjórnin vildi auka útgjöld til varnarmála um 100 milljarða evra. Nú hafa samningar loks náðst um það markmið. Þeir þýða að Þjóðverjar munu að meðaltali á margra ára tímabili verja meira en tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála

Scholz hefur verið sakaður um að vera ragur í stuðningnum við Úkraínu og einnig hefur hann verið sakaður um að gera ekki nóg til að útvega Úkraínumönnum vopn.

En nú verður 100 milljörðum evra dælt í herinn. Þessi peningar verði teknir að láni.

Frá lokum kalda stríðsins hafa Þjóðverjar fækkað umtalsvert í her sínum, eða úr 500.000 hermönnum í 200.000.  Tæplega 30% af herskipaflota landsins er „að fullu starfhæfur“ eftir því sem segir í skýrslu, sem var gefin út í desember, um stöðu mála hjá hernum.

Þess utan eru margar herflugvélar óflughæfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“