fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Barnsfaðir Eddu tjáir sig um brottnám drengjanna frá Noregi – „Algjörlega fjarstæðukennt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 08:00

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok mars nam Edda Björk Arnardóttir þrjú börn sín á brott frá Noregi og flutti til Íslands með einkaflugvél. Það var í annað sinn sem hún nam börnin á brott en áður hafði hún numið þau á brott í fimm mánuði. Á þeim tíma snerust tvö elstu börnin gegn föður sínum og hafa ekki lengur samband við hann. Í dag eru myndir af öllum fimm brottnumdu börnunum hans og útgáfa Eddu af málinu, þar sem hún sakar hann um kynferðislegt ofbeldi og annars konar ofbeldi, umfjöllunarefni fjölmiðla í heimalandi hennar.

Svona hefst grein í norska Nettavisen þar sem rætt er við föðurinn. „Í deilum foreldra á að hlífa börnunum. Maður á að halda þeim utan við deilurnar. En móðirin tók tvö elstu börnin með sér til Noregs þegar drengirnir voru numdir á brott. Hvað ef eitthvað hefði gerst? Hvað ef lögreglan hefði náð þeim? Þetta er algjörlega fjarstæðukennt,“ er haft eftir föðurnum.

Eins og kunnugt er nam Edda syni sína á brott frá Noregi og flutti til Íslands með einkaflugvél. Hún hefur síðan rætt við fjölmiðla um málið og skýrt frá sinni hlið.

Fram kemur að faðirinn leyni því ekki að hann eigi erfitt og segir blaðamaður greinilegt að það hafi greinilega sett mark sitt á hann að öll börnin hans fimm hafi verið numin á brott í tveimur aðskildum málum og að móðir þeirra, Edda Björk, hafi sett fram alvarlegar ásakanir í hans garð.

Nettavisen fékk aðgang að öllum þeim gögnum sem beðið var um og segir í greininni að faðirinn vilji svara því sem hann telur vera ósannar og órökstuddar ásakanir frá Eddu.

Í greininni er skýrt frá því að Edda hafi verið sakfelld 2020 fyrir að skila börnunum ekki til föðurins eftir frí. Í kjölfarið mátti hún aðeins umgangast syni sína þrjá í 16 klukkustundir á ári og þá undir eftirliti.

Brottnámið

Nettavisen segir að brottnámið hafi verið skipulagt um langa hríð en Edda hafi talið það einu leiðina til að börnin fimm gætu búið saman. Barnsfaðir hennar sagði miðlinum að Edda hafi sent honum tölvupóst til að ganga úr skugga um að drengirnir væru í skólanum. Hann segir að Edda, sem sé trúlofuðu efnamanni á Íslandi, hafi leigt einkaflugvél og flogið til Noregs. Tvær eldri systur drengjanna hafi verið með í för. Ætlunin hafi verið að sækja drengina eftir skóla og aka beint út á flugvöll. Það gerði áætlunina erfiðari að yngsti drengurinn var veikur heima þennan dag.

Í viðtali við Eddu, sem var tekið hér á landi, hefur komið fram að hún hafi sent barnsföður sínum tölvupóst til að lokka hann út af heimilinu og hafi það tekist.

Miðillinn ræddi einnig við Eddu sem kom sínum sjónarmiðum á framfæri. Hún sagði meðal annars að drengirnir og stúlkurnar séu hjá henni af fúsum og frjálsum vilja og hafi drengirnir verið mjög hamingjusamir yfir að hitta móður sína og systur á nýjan leik. Aðspurð sagði hún að mjög lítil hætta hafi verið á að lögreglan myndi ná henni áður en hún kæmist úr landi með börnin. „Líkurnar á handtöku voru ekki miklar. Þær voru mjög litlar, því þetta eru börnin mín og þetta var mjög vel skipulagt,“ sagði hún í samtali við Nettavisen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum