fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Veruleg hætta á eldgosi segir Ólafur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 07:59

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris undir Svartsengi veldur jarðskjálftunum sem nú skekja Reykjanesskagann. Ekki er hægt að fullyrða hvort landrisið stafi af kviku eða kvikugasi. Veruleg hætta er á eldgosi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólafi G. Flóvens, jarðeðlisfræðingi og fyrrum forstjóra Íslenskra orkurannsókna. Hann sagði að mjög sterkar sannanir séu taldar vera fyrir að það hafi verið gas sem olli landrisinu 2020 að mestu eða öllu leyti en það sé ekki endilega svo núna.

„Skjálftarnir ekki skaðlegir „Þessir skjálftar eru bara pirrandi fyrir íbúa en ekki skaðlegir. Raunverulega ógnin er fyrst og fremst eldgosið, þá er spurning hvar það kemur upp og svo hvert hraunið gæti runnið,” er haft eftir honum.

Hann sagði ótvírætt að kvika sé að safnast undir Reykjanesi og hún valdi landrisi. Á fimmtán til tuttugu kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli safnist kvika fyrir og gas frá henni geti verið að leita upp og þá í átt að Svartsengi. Ekki sé hægt að útiloka að hluti af kvikunni, ekki bara gasið, leiti upp undir Svartsengi og valdi landrisi þar. Allt eru þetta hættumerki að sögn Ólafs.

„Við vitum að þarna er leið, að minnsta kosti fyrir gas, undir jarðhitakerfinu, svo það er vissulega hætta á eldgosi þarna og sú hætta er eflaust veruleg því eitthvað er þessi kvika að leita,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ef hraun komi upp á óheppilegum stað sé Grindavíkurbær í verulegri hættu en bærinn er byggður á ungu hrauni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun