fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Veruleg hætta á eldgosi segir Ólafur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 07:59

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris undir Svartsengi veldur jarðskjálftunum sem nú skekja Reykjanesskagann. Ekki er hægt að fullyrða hvort landrisið stafi af kviku eða kvikugasi. Veruleg hætta er á eldgosi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólafi G. Flóvens, jarðeðlisfræðingi og fyrrum forstjóra Íslenskra orkurannsókna. Hann sagði að mjög sterkar sannanir séu taldar vera fyrir að það hafi verið gas sem olli landrisinu 2020 að mestu eða öllu leyti en það sé ekki endilega svo núna.

„Skjálftarnir ekki skaðlegir „Þessir skjálftar eru bara pirrandi fyrir íbúa en ekki skaðlegir. Raunverulega ógnin er fyrst og fremst eldgosið, þá er spurning hvar það kemur upp og svo hvert hraunið gæti runnið,” er haft eftir honum.

Hann sagði ótvírætt að kvika sé að safnast undir Reykjanesi og hún valdi landrisi. Á fimmtán til tuttugu kílómetra dýpi undir Fagradalsfjalli safnist kvika fyrir og gas frá henni geti verið að leita upp og þá í átt að Svartsengi. Ekki sé hægt að útiloka að hluti af kvikunni, ekki bara gasið, leiti upp undir Svartsengi og valdi landrisi þar. Allt eru þetta hættumerki að sögn Ólafs.

„Við vitum að þarna er leið, að minnsta kosti fyrir gas, undir jarðhitakerfinu, svo það er vissulega hætta á eldgosi þarna og sú hætta er eflaust veruleg því eitthvað er þessi kvika að leita,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ef hraun komi upp á óheppilegum stað sé Grindavíkurbær í verulegri hættu en bærinn er byggður á ungu hrauni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum