fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tanya Lind hefur áhyggjur af barninu á Skrauthólum – „Hann var alltaf bara lokaður þarna inni í herbergi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. maí 2022 15:00

Skjáskot/Eigin konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak, er Tanya Lind Pollock en hún steig nýverið fram í þætti Kompás sem fjallaði um ofbeldi í andlega heiminum. „Þátturinn var tekinn upp fyrir svolitlu síðan og það er margt búið að gerast síðan þá,“ segir Edda í upphafi þáttarins.

Það fyrsta sem Tanya og Edda ræða í þættinum er „viðburðurinn sem sprengdi allt“ en um er að ræða andlega samkomu sem haldin var á Sólsetrinu við Esjurætur þann 23. apríl síðastliðinn. Eins og DV greindi frá olli töluverðu uppnámi og var bæði tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. Orðalag í enskum kynningartexta samkomunnar fór fyrir brjóstið á fólki en þar var teflt saman atriðum sem flestir vilja ekki sjá tengd saman: Erótík, ofskynjunarlyf og börn.

Sjá einnig: Samkoma við Esjurætur tilkynnt til lögreglu – Erótík og ofskynjunarlyf en börn velkomin

„Það var sagt að börn væru velkomin með í þessari skoðunarferð, athöfn, í kringum alls konar útgáfur af erótík og nánd. Þegar ég sé þetta fyrst var ég bara í sjokki sjálf. Er þetta svona rosalega kræft? Er þetta allt í einu bara eðlilegt hjá þeim? Það fyrsta sem ég geri er að birta viðburðinn, sem var opinn – það var búið að birta hann á fleiri síðum fyrir andlega viðburði, og gerði svona viðvörun,“ segir Tanya um samkomuna í samtali við Eddu.

„Það voru ekki risa viðbrögð í fyrstu en einhverjir tóku eftir og fóru að skoða lengra.“

Þá fékk Tanya senda bloggfærslu eftir aðra konuna sem var að halda samkomuna sem um ræðir. „Þar er hún ekki bara að skrifa eina bloggfærslu, heldur nokkrar bloggfærslur þar sem hún réttlætir ást milli fullorðna og barna. Hún notar Michael Jackson sem dæmi,“ segir Tanya.

„Síðan skoða ég aðra bloggfærslu sem er hennar svar fyrir gagnrýni á þessu og til þess að staðfesta sitt mál ennþá meira birtir hún TED Talk þar sem kona er að lýsa því að barnagirnd sé kynhneigð.“

„Þetta er svo viðbjóðslegt,“ segir Edda við þessu.

„Hann var alltaf bara lokaður þarna inni“

Þær ræða þá um það hvers vegna það er fyrst núna verið að ræða svona mikið um ofbeldi í andlega heiminum hér á landi. Tanya segir að hennar mati sé ástæðan sú að hún hafi verið að reyna að fjarlægjast þessar aðstæður og það var ekki fyrr en hún var komin úr þeim sem henni fannst hún geta tjáð sig um upplifanir sínar.

Auk þess segir hún að gaslýsingin í þessum heimi sé  gríðarlega mikil. „Það er ekki stoppað að nota gaslýsingaraðferðir á mann,“ segir hún.

Þá segist hún hafa áhyggjur af aðstæðum barns í húsnæði Sólsetursins þar sem þessir andlegu viðburðir eru haldnir, þar með talinn viðburðurinn sem „sprengdi allt“.

„Móðir barnsins sagði við mig að hann [barnið] væri ekki fyrir þetta líferni, honum finnist þetta ekki æðislegt,“ segir Tanya. „Í einu myndbandi segir hún meira að segja að þessi orka, þessi tantra orka, hún fer bara inn í herbergið hans og inn til mín og út. Það er búið að vera barn á staðnum allan tímann.“

Tanya segir að barnið sé á bilinu 15-16 ára gamalt. „Móðir barnsins hefur sagt það sjálf að barninu finnist þetta ekki æðislegt. Þegar ég var að kíkja þangað á sínum tíma, það var fyrir 2020 eða 2019, þá tók ég eftir því að hann var alltaf bara lokaður þarna inni í herbergi – ég hugsaði mikið til hans. Það eru líka börn í nágrenninu og hverfinu, þetta er ekki þeirra líferni.“

Segir að sveppum sé blandað í kakóið

Í þættinum veitir Tanya innsýn inn í það hvernig andlegir viðburðir fara fram á þessu svæði. „Það er bara alls konar. Kannski er heil helgi þar sem er bara shamanísk vinna og það er verið að fara í alls konar skuggavinnur, ýta á fólk að opna sig, gera hluti, „ecstatic“ dans, „ecstatic“ öndun.“

Svo er a drukkið kakó en Tanya segir að það sé mjög algengt í andlega heiminum. „Það er oft kakó viðloðið svona, mjög mjög oft. Mér finnst eins og alltaf þegar það sé athöfn þessa dagana þá sé kakó þar.“

Kakó er í rauninni afar saklaust í sjálfu sér en yfirleitt er um að ræða drykk sem búinn er til úr hreinu kakói, vatni eða einhvers konar mjólk og sætu frá sykri eða hunangi. Edda spyr þá Tönyu hvort það tíðkist að blanda ofskynjunarsveppum út í kakóið og Tanya svarar því játandi.

„Ég vissi að það væri byrjað að setja sveppi svolítið í það hér og þar,“ segir Tanya. Hún bætir við að upplýsingar sínar um þetta komi úr mörgum áttum en samkvæmt þeim sé ekki verið að notast við sveppina á ábyrgan hátt. „Það er verið að gera það á óábyrgan hátt, mjög óábyrgan hátt.“

Hér er hægt er að horfa á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv