fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ökumaður vímu og sviptur ökuréttindum í óhappi – Reyndi að stinga lögregluna af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 06:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglumenn hugðust stöðva akstur ökumanns eins í Kópavogi ákvað hann að sinna ekki stöðvunarmerkjum þeirra og reyndi að komast undan. Lögreglumenn höfðu borið kennsl á viðkomandi en hann er sviptur ökuréttindum vegna ítrekaðs aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Ökumaðurinn komst þó ekki langt því fljótlega ók hann á aðra bifreið. Þá ákvað hann að reyna að hlaupa frá lögreglumönnunum en það tókst ekki. Þeir náðu honum og handtóku en ökumaðurinn veitti töluverða mótspyrnu . Hann er nú í fangageymslu og bíður þess að verða yfirheyrður. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að auki var hann með meint fíkniefni í fórum sínum.  Enginn slasaðist í árekstrinum.

Fjórir aðrir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, við hefðbundið eftirlit lögreglu, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis en þeir höfðu báðir lent í umferðaróhöppum.

Ökumaður einn varð fyrir því óláni að aka á girðingu nágranna síns. Við skoðun kom í ljós að hann er ekki með ökuréttindi.

Í Hafnarfirði var rútu ekið utan í lögreglubifreið sem skemmdist lítillega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“