fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fimm handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli. Einn hinna handteknu er einnig grunaður um peningaþvætti og var hann vistaður í fangageymslu. Hinum var sleppt og mál þeirra afgreidd á vettvangi.

Á áttunda tímanum datt barn í Hafravatn og var mikill viðbúnaður hjá viðbragðsaðilum vegna þess. Barnið náðist upp úr heilt á húfi nema hvað það var blautt og kalt. Það var flutt á bráðadeild til skoðunar.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka sviptir ökuréttindum.

Á áttunda tímanum varð árekstur bifreiðar og vespu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ökumaður og farþegi á vespunni slösuðust lítillega.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður kærður fyrir að aka með of marga farþega í bifreið sinni og að auki voru tvö börn, sem ekki notuðu viðeigandi öryggisbúnað, í bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“