fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Meirihlutinn heldur í fyrstu tölum frá Hafnarfirði – Samfylkingin jafnstór Sjálfstæðisflokki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2022 23:28

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn í Hafnarfirði heldur miðað við fyrstu tölur sem voru að berast. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru með jafnmörg atkvæði í fyrstu tölum og alls 27,9% fylgi á hvorn flokk og fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa en meirihlutinn heldur velli vegna þess að Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi. Alls fær flokkurinn 16,4% fylgi og tvo bæjarfulltrúa.

Viðreisn fær 9,8% fylgi og einn bæjarfulltrúa en aðrir flokkar sem buðu fram eru án bæjarfulltrúa.

Alls voru 6.170 atkvæði  talin og þar af voru auðir 50 og 20 seðlar ógildir.

Í viðtali á RÚV sagðist Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vera bjartsýn fyrir kvöldinu og benti á að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi flokkurinn fengið fimmta manninn inn þegar komið var undir morgun.

Atkvæðin skiptust svona:

Framsókn – 1.000 atkvæði – 16,4% – 2 bæjarfulltrúar

Sjálfstæðisflokkurinn – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar

Samfylkingin – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar

Viðreisn – 600 atkvæði – 9,8% – 1 bæjarfulltrúi

Píratar – 400 atkvæði – 6,6% – án bæjarfulltrúa

Bæjarlistinn – 300 atkvæði – 4,9% – án bæjarfulltrúa

VG – 300 atkvæði – 4,9% án bæjarfulltrúa

Miðflokkurinn – 100 atkvæði – 1,6% – án bæjarfulltrúa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann