fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Fréttir

Dómur yfir fyrrverandi húsfélagsformanni staðfestur – Skammtaði sér laun án heimildar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. maí 2022 22:30

Efstasund 100. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms yfir fyrrverandi formanni húsfélags við Efstastund 100 sem skammtaði sér laun fyrir vinnu sína án heimildar húsfundar.

Um er að ræða konu sem ber erlent nafn en hefur íslenska kennitölu. Upphaflega kærði húsfélagið konuna til lögreglu fyrir fjárdrátt en lögregla og héraðssaksóknari vísuðu málinu frá. Húsfélagið höfðaði þá einkamál á konuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Konunni var stefnt til að endurgreiða húsfélaginu rúmlega þrjár milljónir króna sem hún hafði millifært af reikningum húsfélagsins yfir á eigin reikning. Samkvæmt hennar skilningi voru þetta laun fyrir þjónustu hennar sem formaður en hún rifti þjónustusamingum við húsfélagsþjónustufyrirtæki.

Konan fékk munnlegt samþykki við þessu hjá íbúum í tveimur íbúðum í húsinu en hún bar ákvörðunina ekki upp á húsfundi.

Það var niðurstaða héraðsdóms að ganga að miklu leyti að kröfum húsfélagsins. Konan var dæmd til að endurgreiða húsfélaginu tæplega 2,9 milljónir króna og 950.000 krónur í málskostnað.

Konan áfrýjaði til Landsréttar og taldi að vísa hefði átt málinu frá dómi þar sem ákvörðun um málshöfðun hefði ekki verið tekin á húsfundi. Einnig byggði hún á samþykki tveggja íbúa fyrir þóknunum til hennar.

Landsréttur var hins vegar á sama máli og héraðsdómur í málinu og segir meðal annars í dómsorði:

„Að öllu framangreindu virtu verður það metið áfrýjanda til sakar að hafa greitt sér þóknanir vegna starfa sem formaður stefnda. Fjárhæð þeirra þóknana er óumdeild í
málinu og samsvarar tjóni stefnda af þessum sökum.“

Niðurstaðan er að dómur héraðsdóms í málinu er staðfestur og auk þess þarf konan að greiða 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni
Fréttir
Í gær

Lést 2018 en settur í ferðabann af rússneskum stjórnvöldum

Lést 2018 en settur í ferðabann af rússneskum stjórnvöldum
Fréttir
Í gær

Handtekinn fyrir samsæri – Ætlaði að myrða Bush einum og hálfum áratug of seint

Handtekinn fyrir samsæri – Ætlaði að myrða Bush einum og hálfum áratug of seint
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst sagður höfuðpaurinn í umfangsmiklu fíkniefnamáli – Sjáðu myndbandið þegar lögreglan stöðvar för hans

Ólafur Ágúst sagður höfuðpaurinn í umfangsmiklu fíkniefnamáli – Sjáðu myndbandið þegar lögreglan stöðvar för hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Þetta er það sem bíður kvennanna tveggja á Grikklandi eftir að þeim verður vísað frá Íslandi

Myndband: Þetta er það sem bíður kvennanna tveggja á Grikklandi eftir að þeim verður vísað frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Sif segir matsmann hafa gaslýst dóttur sína – „Hvað er eiginlega að Helgu?”- Fjórða kvörtunin af tíu

Helga Sif segir matsmann hafa gaslýst dóttur sína – „Hvað er eiginlega að Helgu?”- Fjórða kvörtunin af tíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir dóminn yfir Gísla Haukssyni vegna heimilisofbeldis vera letjandi

Segir dóminn yfir Gísla Haukssyni vegna heimilisofbeldis vera letjandi