fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
FréttirLeiðari

Eldur kom upp í tveimur heimahúsum – Bílþjófur handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. apríl 2022 05:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í tveimur heimahúsum í gærkvöldi. Klukkan 21.37 var tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði. Húsráðendur náðu að ráða niðurlögum hans áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Klukkan 22.27 var tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi í Miðborginni. Þar hafði pottur gleymst á eldavél. Slökkvilið reykræsti.

Klukkan 02.24 var tilkynnt um eld í bifreið í Árbæ. Eldurinn barst síðan í aðra bifreið. Slökkvilið slökkti eldinn.

Um klukkan 23 var tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í bifreiðar í Miðborginni. Á meðan lögreglan var á leið á vettvang barst tilkynning um að maðurinn hefði komist inn í bifreið og ekið á brott. Bifreiðin fannst skömmu síðar og var meintur bílþjófur handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna.

Í Mosfellsbæ hafði lögreglan afskipti af ofurölvi unglingi. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndaryfirvalda.

Í Kópavogi var tilkynnt um innbrot í bifreið á þriðja tímanum í nótt.

Skráningarnúmer voru tekin af fimmtán bifreiðum í nótt þar sem þær höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“