Saksóknarar í Þýskalandi eru þess fullvissir um að þarlendi barnaníðingurinn Christian B beri ábyrgð á hvarfi bresku telpunni Madeleine McCann í Portúgal árið 2007. Hún var þriggja ára gömul.
Fram hafa komið ný sönnunargögn sem eru mjög afgerandi að sögn lögreglumannsins Jim Gamble, sem kom að rannsókn málsins í upphafi. Fram hafa komið fjölmargar kenningar um hvarfið en Gamble fullyrðir að sjö atriði bendi svo ekki sé um deilt til sektar Christian B.
Fjöldi kynferðisglæpa
Talið er að Christian B beri ábyrgð á að minnsta kosti fimm kynferðisglæpum. Hann er til að mynda talinn hafa nauðgað 10 ára stúlku og myrt 16 ára táning í Belgíu. Hann er einnig grunaður um nauðgun á tvítugri írskri konu í Portúgal. Einnig er talið líklegt að hann beri ábyrgð á hvarfi fimm ára stúlku ári 2015, Ingu Gehrick , sem kölluð hefur verið hin þýska Maddie.
Síminn
Í þýskri heimildarmynd sem kom út á þessu ár er fullyrt að sérfræðingar hafi staðfest að sími Christian hafi gefið merki frá sér í aðeins fimm mínútna göngufæri frá hótelinu sem Maddie hvarf frá. Hann bjó á þeim tíma í gömlu sendibíl og seldi eiturlyf.
Sendibíllinn
Í júlí 2020 bárust fréttir af því að Christian B hefði breytt Volkswagen sendibíl sínum með því að lækka þakið í þeim tilgangi að geta falið barn í honum. Hann gortaði meira segja af því að hann gæti auðveldlega notað bílinn til að flytja börn óséð.
Óeðlilegur áhugi á börnum
Sé litið til fortíðar Christian B er óeðlilegur áhugi hans á börnum sláandi. Hann ræddi um rán og kynferðislega misnotkun á börnum á spjallrásum í september 2013. Í einu spjallinu sagðist hann ætla að taka upp fullt af efni ef hann næði ,,einni lítilli til notkunar í marga daga.“ Þegar vinurinn bentir honum á það væri hættulegt svaraði Christian B að hann ,,myndi eyða sönnunargögnunum”. Lögregla komst að spjallinu í húsleit árið 2015 eftir að kærasta hans kærði hann fyrir ofbeldi. Lögregla fann einnig minniskort úr upptökuvél, fullt af barnaníðsefni.
Árátta fyrir ungum stúlkum
Fyrrverandi kærasta Christian B segir hann heltekinn af ungum stúlkum og hvað mest þeim sem ekki væru komnar á kynþroskaskeið.
Leynikjallarinn
Christian B er sagður hafa byggt 3 metra djúpan kjallara undir húsi sínu í Þýskaland sem hugsanlega hafi verið hugsaður sem felustaður fyrir barn. Vitað er til að hann hafi haft aðgengi að fleiri felustöðum, sumum með grimmum varðhundum.
Verksmiðjan
Christian B keypti gamla pappírskassaverksmiðju tveimur árum eftir hvarf Madeleine. Á gólfi verksmiðjunnar mun hafa fundist tóm gröf og 8.000 myndir og myndskeið af barnaníði. Á vegg var krotað „Kærastan mín laug að mér, hélt framhjá mér og kenndi mér að hata.” Innan verksmiðjunnar fundust skítugar dýnur upp við vegg, tóma áfengisflöskur og brotin kvensólgleraugu.
Christian B situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir að nauðga aldraðri konu í Portúgan árið 2005. Hann hefur neitað samstarfi við lögreglu í rannsókninni á hvarfi Madeleine.
Foreldrar Madeleine, Kate og Jerry halda enn í vonina um dóttir þeirra sé á lífi. Hún væri nú 18 ára.