fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Fréttir

Sjö lykilsönnunargögnum í Madeleine McCann hvarfinu varpað fram

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 22. apríl 2022 22:00

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Þýskalandi eru þess fullvissir um að þarlendi barnaníðingurinn Christian B beri ábyrgð á hvarfi bresku telpunni Madeleine McCann í Portúgal árið 2007. Hún var þriggja ára gömul.

Fram hafa komið ný sönnunargögn sem eru mjög afgerandi að sögn lögreglumannsins Jim Gamble, sem kom að rannsókn málsins í upphafi. Fram hafa komið fjölmargar kenningar um hvarfið en Gamble fullyrðir að sjö atriði bendi svo ekki sé um deilt til sektar Christian B.

Fjöldi kynferðisglæpa

Talið er að Christian B beri ábyrgð á að minnsta kosti fimm kynferðisglæpum. Hann er til að mynda talinn hafa nauðgað 10 ára stúlku og myrt 16 ára táning í Belgíu. Hann er einnig grunaður um nauðgun á tvítugri írskri konu í Portúgal. Einnig er talið líklegt að hann beri ábyrgð á hvarfi fimm ára stúlku ári 2015, Ingu Gehrick , sem kölluð hefur verið hin þýska Maddie.

Síminn

Í þýskri heimildarmynd sem kom út á þessu ár er fullyrt að sérfræðingar hafi staðfest að sími Christian hafi gefið merki frá sér í aðeins fimm mínútna göngufæri frá hótelinu sem Maddie hvarf frá. Hann bjó á þeim tíma í gömlu sendibíl og seldi eiturlyf.

Sendibíllinn

Í júlí 2020 bárust fréttir af því að Christian B hefði breytt Volkswagen sendibíl sínum með því að lækka þakið í þeim tilgangi að geta falið barn í honum. Hann gortaði meira segja af því að hann gæti auðveldlega notað bílinn til að flytja börn óséð.

 Óeðlilegur áhugi á börnum

Sé litið til fortíðar Christian B er óeðlilegur áhugi hans á börnum sláandi. Hann ræddi um rán og kynferðislega misnotkun á börnum á spjallrásum í september 2013. Í einu spjallinu sagðist hann ætla að taka upp fullt af efni ef hann næði ,,einni lítilli til notkunar í marga daga.“ Þegar vinurinn bentir honum á það væri hættulegt svaraði Christian B að hann ,,myndi eyða sönnunargögnunum”. Lögregla komst að spjallinu  í húsleit árið 2015 eftir að kærasta hans kærði hann fyrir ofbeldi. Lögregla fann einnig minniskort úr upptökuvél, fullt af barnaníðsefni.

Árátta fyrir ungum stúlkum

Fyrrverandi kærasta Christian B segir hann heltekinn af ungum stúlkum og hvað mest þeim sem ekki væru komnar á kynþroskaskeið.

Leynikjallarinn

Christian B er sagður hafa byggt 3 metra djúpan kjallara undir húsi sínu í Þýskaland sem hugsanlega hafi verið hugsaður sem felustaður fyrir barn. Vitað er til að hann hafi haft aðgengi að fleiri felustöðum, sumum með grimmum varðhundum.

Verksmiðjan

Christian B keypti gamla pappírskassaverksmiðju tveimur árum eftir hvarf Madeleine. Á gólfi verksmiðjunnar mun hafa fundist tóm gröf og 8.000 myndir og myndskeið af barnaníði. Á vegg var krotað „Kærastan mín laug að mér, hélt framhjá mér og kenndi mér að hata.” Innan verksmiðjunnar fundust skítugar dýnur upp við vegg, tóma áfengisflöskur og brotin kvensólgleraugu.

Christian B situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir að nauðga aldraðri konu í Portúgan árið 2005.  Hann hefur neitað samstarfi við lögreglu í rannsókninni á hvarfi Madeleine.

Foreldrar Madeleine, Kate og Jerry halda enn í vonina um dóttir þeirra sé á lífi. Hún væri nú 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin á Eyþór fordæmd úr öllum áttum – „Þetta er ógeðsleg og óásættanleg framkoma“

Árásin á Eyþór fordæmd úr öllum áttum – „Þetta er ógeðsleg og óásættanleg framkoma“
Fréttir
Í gær

„Held að rússnesk stjórnvöld fýsi ekki í frekari styrjaldir í bráð“

„Held að rússnesk stjórnvöld fýsi ekki í frekari styrjaldir í bráð“
Fréttir
Í gær

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“