fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Fréttir

Var fárveik eftir byrlun – ,,Það er í gangi faraldur sem við verðum að stöðva“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég þori ekki að fara niður í bæ eftir klukkan sex á kvöldin, ekki einu sinni til að fá mér kaffibolla, það er hægt að setja þetta eitur í hvaða vökva sem er. Þetta er ekkert annað en tilraun til manndráps,“ segir fertug kona sem varð fyrir því að vera byrlað ólyfjan á bar í Reykjavík í upphafi mánaðarins. 

Konan sem um ræðir er tveggja barna móðir, skrifstofustarfsmaður í Reykjavík sem sjaldan á leið um næturlíf borgarinnar. Þetta kvöld fór hún út að borða með vinkonu sinni. 

Leið ekki vel undir störunni

,,Við vorum búnar að borða um klukkan níu og ætlunin var að fá okkur einn drykk áður en haldið væri heim á leið. Við fórum inn á pöbb í Austurstrætinu en fljótlega fór okkur að líða óþægilega því þar var maður sem fylgist stöðugt með okkur. Þegar klukkan fór að nálgast tíu ákváðum við að fara heim, okkur leið ekki vel undir þessari störu. Ég fór á salernið þar sem ég fann að mér var farið að líða undarlega. Ég hafði aftur á móti drukkið afar lítið áfengi og skildi ekki hvað var að koma fyrir mig. Ég man eftir að labba út af klósettinu og stendur maðurinn fyrir utan og starir á mig. Ég man ekki mikið eftir það“. 

Gat ekki haldið höfði

Konan komst til vinkonu sinnar en var alveg búin að missa getuna til að tala og átti erfitt með hreyfingar. Nokkrum mínútum síðar lamaðist hún. Vinkona hennar varð eðli málsins samkvæmt afar hrædd og bar hana inn á Hlöllabáta þar sem konan datt í gólfið. ,,Ég man eftir mér í gólfinu en var alveg ófær um að tala eða hreyfa mig. Þetta var skelfilegt.” Vinkona konunnar hringdi í son hennar sem fór strax með móður sína á bráðamóttökuna. Móðir hennar og systir flýttu sér einnig á bráðamóttökuna og var þeim mjög brugðið við að sjá konuna. ,,Augun í mér rúlluðu, ég gat ekkert tjáð mig og varla haldið höfði. Ég datt inn og út úr meðvitundarástandi og vissi ekkert hvar ég var né hvað hafði komið fyrir. Ég var fárveik svo dögum skiptir eftir þetta auk þess sem mér leið skelfilega andlega”.

Enginn áhugi hjá lögreglu

Lögregla var kölluð til og var tekin blóðprufa úr konunni. Hún er þungorð um viðbrögð lögreglunnar. ,,Það var ekki prófað fyrir neinum eiturefnum vegna þess að það mældist áfengi í blóði og þar með var málið út af borðum lögreglu. Viðhorfið sem ég fékk fór ekki á milli mála, þetta var á mína eigin ábyrgð því ég hafði smakkað áfengi fyrr um kvöldið. Það var alveg ljóst að þeir höfðu minna en engan áhuga á árársinni á mig, trúðu mér varla og skelltu skuldinni á mig. Lögregluyfirvöld komu fram við mig eins og ég ætti að skammast mín fyrir eitthvað”. Hún segist ekki vita hvernig á því standi. ,,Vantar fjármagn? Eða eru þetta kannski ekki nógu ,,spennandi“ mál?“

Getur komið fyrir alla

Hún spyr hvort við séum ekki komin lengra sem samfélag en þetta. ,,Hef ég ekki rétt á að fara inn á veitingastað og vera örugg? Er líkamsárás á mig á mína eigin ábyrgð? Skilaboðin eru að það sé allt í lagi að eitra fyrir fólki sem hefur smakkað vín. Það er svo langt frá því að þetta sé eðlilegt og ég kalla eftir meiri umræðu, sérstaklega núna þegar verið er að fara að lengja aftur opnunartíma skemmtistaðanna. Ég slapp því ég var svo heppin að vinkona mín greip í taumana en hvað með aðra? Ef þetta kom fyrir mig getur þetta komið fyrir alla”.  

Fékk gæsahúð yfir upptökunum

Vinkona konunnar hafði samband við eigendur pöbbsins sem voru miður sín vegna atviksins og létu þeim umsvifalaust í hendur myndir út öryggismyndavélum. ,,Ég fékk gæsahúð við að sjá upptökurnar. Samkvæmt þeim fylgdist þessi maður með hverju okkar skrefi og var að sniglast við borðið okkar þegar við brugðum okkur frá. Hann snýr þá baki í myndavélina og við sáum ekki hvað hann gerði við glösin”.

Þori varla út úr húsi

Konan þorir ekki að koma fram undir nafni því hún segist ekki vita hvað þessi maður sé fær um að gera henni. ,,Ég er vissulega hrædd, svo hrædd að ég þori varla úr úr húsi. En ég ætla ekki að láta þennan viðbjóðslega einstakling eyðileggja líf mitt, ég er að vinna í sjálfri mér og kalla eftir umræðu og aðgerðum. Ég hef verið að skoða þessi mál að undanförnu og þetta er í gangi út um allt. Ég heyrði af konu sem lenti í þessu um síðustu helgi og setti mig í samband við hana. Hún þekkti tvær aðrar sem var eitrað fyrir þá sömu helgi. Af hverju er ekki verið að gera meira í að stöðva þetta? Ég er hundrað prósent viss um að hér er um farald að ræða, þetta er að aukast og við sem samfélag verðum að stöðva þessar svívirðilegu árásir”.

DV hafði samband við lögreglu með ósk um að fá skýringar á verklagi í byrlunarmálum. Svör höfðu ekki borist við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur leitar réttlætis fyrir bróður sinn sem lést – „Þetta fólk þarf bara að þora að opna munninn og setja sig í samband við mig“

Þórólfur leitar réttlætis fyrir bróður sinn sem lést – „Þetta fólk þarf bara að þora að opna munninn og setja sig í samband við mig“
Fréttir
Í gær

Karlmaður skotinn til bana í Osló í nótt

Karlmaður skotinn til bana í Osló í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar segir íslenska fjölmiðla hafa hótað sér – „Ég skipti engu máli, þeir vildu bara fá fréttina“

Kristján Einar segir íslenska fjölmiðla hafa hótað sér – „Ég skipti engu máli, þeir vildu bara fá fréttina“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Földu lík barnsins síns í plastboxi í þrjú ár

Földu lík barnsins síns í plastboxi í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karl hvetur seðlabankastjóra og peningastefnunefnd til að fara að nota heilann

Karl hvetur seðlabankastjóra og peningastefnunefnd til að fara að nota heilann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka