fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Femínistafélag styður afnám á klámbanni – Segja fáránlegt að glæpavæða Onlyfans og rangt að lítillækka fólk í kynlífsiðnaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þingmenn Pírata, þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að bann gegn klámi verði afnumið úr íslenskum lögum. RÚV greinir frá þessu.

Meðal þeirra sem rita umsögn um frumvarpið í samráðsgátt er Femínistafélag Háskóla Íslands og er félagið mjög jákvætt gagnvart frumvarpinu.

„Nauðsynlegt er að vernda börn og raunveruleg fórnarlömb en ekki gera fólk innan klámiðnaðarins að glæpafólki eða annars flokks borgurum. Því erum við ánægð með að tillagan taki fram að haldið sé í þau lög sem eru nú þegar til staðar um börn. Ekki ætti að vera refsivert að sjálfráða einstaklingar taki ákvörðun sjálfir um dreifingu á efni af sjálfu sér,“ segir í umsögninni og telur félagið að fáránlegt sé að glæpavæða efni á Onlyfans enda sé það gert með fullu samþykki þátttakenda.

Femínistafélagið bendir á að íslensk lög um klám séu barn síns tíma enda hafi þau staðið að mestu leyti óbreytt í meira en 150 ár. Ennfremur segir:

„Þessi hegningarlög ættu að snúast um að vernda samfélagið í heild en ekki að lítillækka fólk sem starfar innan kynlífsiðnaðarins. Breytingar eins og þetta frumvarp vinnur að er nauðsynlegt til að senda skýr skilaboð um að uppfæra þurfi reglurnar til að aðlagast nútímasamfélagi.

Það sem þessi gömlu lög og þeirra orðalag gera er að brengla viðhorf almennings til kynlífs, kynfrelsis og kynverundar.“

Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ritar einnig umsögn við frumvarpið. Helgi telur blátt bann við klámi lýsa óskhyggju þeirra sem telji að hægt sé að útrýma öllu óæskilegu og óþægilegu í heiminum með einföldum lagasetningum. Fullorðið fólk eigi að hafa rétt til að njóta þess efnis sem þau kjósa í krafti tjáningarfelsis. Samfélagið geti síðan útfært þann rétt nánar.

Helgi bendir á að rannsóknir hans sýni að margir Íslendingar heimsæki klámsíður á netinu. Bann við klámi á Íslandi komi engan veginn í veg fyrir að fólk skoði klám. Helgi skrifar ennfremur:

„Löggjöf af þessu tagi opnar óhjákvæmilega fyrir geðþótta einstakra dómstóla og dómara og það sem kallast í afbrotafræðinni „brotamaðurinn valinn“ (e. selective enforcement). Hópar eða einstaklingar sem samfélaginu eða hópum innan þess er í nöp við einhverra hluta vegna eru teknir fyrir og dæmdir fyrir refsiverða háttsemi meðan aðrir eru látnir í friði. Ákvæði um bann við jafn óljósri háttsemi og klámi er sérstök hætta búin til að vera beitt með þessum hætti.“

Helgi segir að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á tengsl kláms og kynferðisglæpa. Hins vegar geti kynferðisbrotamenn notað klámfengið efni til að réttlæta brot sín.

Umsögn Femínistafélags Íslands um frumvarpið

Umsögn Helga Gunnlaugssonar um frumvarpið

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“