fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Fréttir

Sauð upp úr hjá sambýlingum í Hraunbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. desember 2022 13:00

Frá Hraunbæ. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. desember verður aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn rúmlega fertugum manni sem ákærður hefur verið fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn þrítugum manni.

Atvikið átti sér stað í maí árið 2019 en mennirnir bjuggu þá saman í blokkaríbúð í Hraunbæ í Reykjavík. Var árásin framin á heimili mannanna. DV hefur ákæru í málinu undir höndum. Mennirnir eru báðir erlendir en hinn ákærði er sakaður um að hafa slegið brotaþolann í andlitið með vatnsglasi. Glasið brotnaði og brotaþolinn hlaut þriggja sentimetra langt stungusár fyrir neðan kjálka og tveggja sentimetra langt sár á hökunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþolinn gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst þess að fá þrjár milljónir í miskabætur.

Búast má við að dómur falli í málinu rétt upp úr áramótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Siggi ráðinn vöruþróunarstjóri Varist

Siggi ráðinn vöruþróunarstjóri Varist
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu

Þetta eru 5 dýrustu og 5 ódýrustu póstnúmerin á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ

Fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Reykjanesbæ