fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hópferðabifreiðafyrirtæki án rekstrarleyfis – Sat með barn í fanginu í akstri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gær var ökumaður hópferðabifreiðar kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Voga. Hraði bifreiðarinnar mældist 105 km/klst en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Við vinnslu málsins kom í ljós að eigandi bifreiðarinnar, fyrirtæki, er ekki með rekstrarleyfi til farþegaflutninga. Starfsmaður fyrirtækisins ætlaði að senda leigubifreiðar til að sækja farþegana en þær komu aldrei og endaði málið með að lögreglan fylgdi hópferðabifreiðinni að næstu lögreglustöð.

Um klukkan 20 var akstur ökumanns stöðvaður í Laugardalshverfi þar sem of margir farþegar voru í bifreiðinni. Hún er skráð fyrir 2 farþega en 3 farþegar voru í henni. Umfram farþeginn var 5 ára barn sem sat í kjöltu móður sinnar og var ekki með neinn öryggisbúnað.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ekið á bifreið á Kjalarnesi. Tjónvaldurinn ók á bifreið sem var ekið á móti honum og stöðvaði ekki. Tjónþolinn elti tjónvaldinn og stöðvaði lögreglan akstur hans í Árbæjarhverfi eftir stutta eftirför. Hann var handtekinn því hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Miðborginni var tilkynnt um innbrot á sjöunda tímanum í gær. Yfirhöfn og fleiri verðmætum var stolið úr henni.

Í Hlíðahverfi hafði lögreglan afskipti af manni á heimili hans í gærkvöldi. Hann er grunaður um ræktun fíkniefna. Hald var lagt á þrjár kannabisplöntur og búnað til ræktunar.

Í Hafnarfirði var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sem var með blá stöðuljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK