fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Verktakar fá greitt fyrir snjólausa daga og aukagreiðslu þegar snjór er

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 09:00

Verktakar virðast hafa náð góðum samningum við borgina um snjómokstur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningar Reykjavíkurborgar við verktaka, sem sinna snjómokstri, eru þannig að verktakarnir fá greitt fyrir hvern dag á tilteknu tímabili og skiptir þá ekki máli hvort þeir sinna snjómokstri þessa daga eða ekki. Ef verktakarnir þurfa að fjölga tækjum og mönnum vegna áhlaups eins og síðustu daga, þarf borgin að greiða aukagjald.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Alexöndru Briem, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, að til skoðunar sé hvort það þurfi að endurskoða samningsákvæði. „Ég hef hugsað hvort hægt sé að endurskoða þessi ákvæði, en grunnlínan er að það þarf ákveðinn fjölda af starfsfólki til að sinna viðbragðsþjónustu. Þeir þurfa að vera á launum hvort sem það eru verkefni eða ekki,“ sagði hún.

Hún sagði að þetta væri meðal annars eitt af því sem gerir að verkum að borgin sé að skoða hvort hún eigi að taka einhvern hluta snjómoksturs yfir.

Hún sagði að það geti verið að þessir samningar séu ein helsta ástæðan fyrir að kostnaður við snjómokstur fór 500 milljónum fram úr áætlun síðasta vetur.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”